Nafn skrár: | RagDan-1891-08-28 |
Dagsetning: | A-1891-08-28 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. ? |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3523 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
9/9 91. s. 2/10 91. Skeggjastöðum 28. águst 1891._ Elskulegi pabbi minn! Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir elsku brjefið þitt með Thyru síðast, og allar sendingarnar sem hún einnig þá flutti mjer frá ykkur elsku foreldrar mín ir; já jeg kyssi þig í anda hjartanlega fyrir þær sem annað áteljandi gott. Þessar blessuðu sendingar sóttu vel að okkur, við öll hjer vorum vel frisk, og var jeg í óða önnum að útbúa verzlunar ullina, en Jón minn var á handfæri að draga fisk í soðið handa okkur Við höfum opt haft nokkuð af fiski er aflast hefur á handfæri nærri að segja fast við landið. sjó í sumar og verða það þar til í september að hluta mennirnir fara suður aptur. Jeg heyri á brjefi þínu elsku pabbi minn að óþarfi hefur verið af mjer að vera að óska eptir að hjeðan væri horfin nýr fiskur heim til ykkar, þar sem þið hafið haft hann heima fyr= ir; mjer þykir sannarlega gleðilegt hvað vel ganga verk- in heima með ekki fleira fólki sem er með þolanlegri heilsu Hjer gekk nú líka allvel framan af í sumar, það var verkaður talsvert mikill saltfiskur og sjómennirn= ir öfluðu heldur vel, en nú síðan tíðin fór að verða lakari, hefur tekið fyrir afla og lítið gengið með land vinnuna, og nú er ekki álítlegt að líta út því alltaf er hríðar veður, og var eitthvað um eina gráðu frost í morgun; þetta veður leiðist mjer mest vegna töðunn ar sem svo mikið er flatt af, og búin er að hrekjast síðan á fyrra hluta þessa mánaðar; saltfiskurinn hefur tafið svo illilega fyrir heyskapnum en ótætis skuldirn ar spyrja ekki um slíkt. Vegna vonda veðursins sitja allir inni og eru sumir að þæfa vaðmál, sumir plögg, einn að kemba, stúlkurnar að spynna og bæta; jeg hugsa heim til Haraldar hvernig honum mundi geðjast að þessari vinnu í águst mánuði; hann gizkaði lík- lega á hver hefði ráðið henni, þegar jeg segi að bónd- inn var ekki heima heldur austur á Vopnafirði að taka á móti saltfiskinum sínum, er sendur var hjeðan af Bakkafirði með höndlurnar skipinu frá Vopnafirði sem flytur vörur hjer á milli Hann hlaut að fara sjálfur af því fiskurinn var ekki full þurk_ aður til að geta orðið verzlunar vara, varð hann að ráðstafa honum í bráðina._ Ekki átti jeg vinur minn á svo bágt með að neita þá til hans er leitað, þó ánægð sje mikil með að geta hjálpað; hjer var líka sönn þörf fyrir hjálp; konan þar var stúlku laus, en hefur nú eignas tvíbura og var mjög veik, og átti eitt barn fyrir, rúmlega árs gamallt._ Ekki verður víst neitt af að síra Þorsteinn í Mjóafirði komi fyrst tíðin er svona óstilt, en aptur eigum við von á öðrum gestum sem mig langar minna til að fá, og er það frú Hólmfríður frá Sauðanesi og Valgerður dóttir hennar, þær ætla á Vopnafjörð til að taka á móti síra Arnljóti þá hann kemur af al, þingi, og svo gista þau öll hjer í bakaleiðinni. Í fyrri nótt gisti Jakob Gunnlögsson á Raufarh. og konan hans, hjá okkur, þau voru að fara til Seyðisfjarðar; þau voru mikið að biðja okkur að koma norður til sín, og langar mig hálfpartin norður af því líka að jeg er orðin svo kunnug bæði prestshjónunum á Svalbarði og svo veit jeg að okkur yrði vel tekið á Sauða nesi líka, fólk þaðan gistir hjer svo opt. I dag er loksins hirt taðan af túninu og var hún eitthvað um 140 hestar Við Jónína dóttir gamla Jóns Erlends. vorum altaf í gær að raka |