Nafn skrár: | RagDan-1891-10-08 |
Dagsetning: | A-1891-10-08 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. ? |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3523 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
15/10 91. s 8/11 Skeggjastöðum 8. október 1891 Elskulegu foreldrar mínir! Á morgun fellur ferð frá næsta bæ, austur á Vopna fjörð, og langar mig til að koma nokkrum línum til ykkar með honum, svo þær nái í póstskipið, og geti sagt ykkur hvernig við lifum hjer, og er það í fá- um orðum bærilega, þó heilsan megi alltaf kallast heldur tæp hjá okkur hjónunum, jeg er annað slagið ekki góð af stingnum, er jeg svo opt kenndi á meðan jeg var heima, en jeg hef guði sje lof aldrei þurft að vera rúmföst hans vegna, og vona jeg að verða ekki lakari._ Tíðin er alltaf heldur óstöðug og þurka lítil, og hefur því gengið stirðlega með heyskapinn og er enn úti hey sem ekki hefur náðst vegna lengi að þoka upp kornmatar verðinu þegar fregnin kom um uppskeru brestinn, og er margur sem bann ar sjer yfir að kaupa korntunnuna fyrir 26 kr. enn ögn að sýna mjer um, og var hún mjer hin bezta sú gamla og ljet mig ekki gjalda þess þó litlir sjeu kærleikar á milli núverandi Hofsbúa og tengdafólks míns. I þessari ferð með okkur voru l´ka þórunn mágkona og frú Ragnheiður læknisekkja; og held jeg að þær hafi mest mín vegna farið þessa ferð, þær eru mjer báðar svo hjartanlega góðar._ Frú R. hefur borið hetjulega sinn mikla missi, en talsvert hefur hún látið á sjá síðan í sumar; kringumstæður hennar í efnalegu tilliti hefðu víst ekki verið góðar ef hún ætti ekki svo efnað fólk að. Þórunn mágkona sagði mjer að faðir frú R. hefði boðið henni til sín með tveimur börnum, og líka hefur Þórður Guðjóhnsen á Húsavík sem er sterkríkur boðið henni hjálp._ Nú er nýji læknirinn kominn á Vopnafjörð, og er til húsa hja Valdimar Davíðssyni fakotr, enn er hann víst óreyndur, en vinsæll má hann verða, ef mönnum á ekki að bregða við eptir þann sem á undan var því hann var svo almennt lofaður, og því af öllum sem til þekktu sakknað._ Jeg vík nú að öðru efni nefnil. búskapnum hjer heima; fyrir nokkrum dögum var tékið upp úr görðunum, og var smá uppskeran í kart= öflu garðinum, því hún var svo sem svaraði útsæðinu en vonandi er að hún verði betri næsta ár því lítið var borið á hann í vor Ragnheiði._ |