Nafn skrár:RagDan-1891-10-08
Dagsetning:A-1891-10-08
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

15/10 91. s 8/11

Skeggjastöðum 8. október 1891

Elskulegu foreldrar mínir!

Á morgun fellur ferð frá næsta bæ, austur á Vopna fjörð, og langar mig til að koma nokkrum línum til ykkar með honum, svo þær nái í póstskipið, og geti sagt ykkur hvernig við lifum hjer, og er það í fá- um orðum bærilega, þó heilsan megi alltaf kallast heldur tæp hjá okkur hjónunum, jeg er annað slagið ekki góð af stingnum, er jeg svo opt kenndi á meðan jeg var heima, en jeg hef guði sje lof aldrei þurft að vera rúmföst hans vegna, og vona jeg að verða ekki lakari._ Tíðin er alltaf heldur óstöðug og þurka lítil, og hefur því gengið stirðlega með heyskapinn og er enn úti hey sem ekki hefur náðst vegna v viðra, það sem hjálpar er að talsvert er til af gömlum heyjum, því ekki er að stóla á kornvöruna í ár handa skepnunum þar sem hún er svo óheyrilega dýr. Blessaðir kaupmennirnir á Vopnafirði voru ekki

lengi að þoka upp kornmatar verðinu þegar fregnin kom um uppskeru brestinn, og er margur sem bann ar sjer yfir að kaupa korntunnuna fyrir 26 kr. enn bunkabygg er ekki að tala það fæst alls ekki. Hjer í sveitinni voru þó nokkrir sem pöntuðu í sumar matvörn hjá Paterson á Seyðisfirði, og var Jón minn einn af þeim, og þess vegna var hann ekki búinn að taka vetrarforða til heimilisins þegar upp var sett á Vopnafirði en nú er Paterson komin á höfuðið og verða menn því að sætta sig við hina þó ekki sjeu aðgöngulegir kostirnir hjá þeim. En frjettst hefur að sýslumaðurinn á Seyðisfirði hafi bann að kaupmönnum þar að setja upp að svo stöddu nema eitthvað um eins kr. korntunnuna, og ef það er sett er vonandi að fleiri kaupmenn verði að sætta sig við sömu prísa._ Um það leyti og jeg skrif aði ykkur síðast brá jeg mjer á Vopnafjörð með Jóni mínum, og vorum við þar í þrjár nætur, í þeim túr fórum við inn í Vopnafjörðinn að Hofi og Bustarfelli; jeg hafði mikla skem- un af þeirri ferð það er svo fallegt í Vopnafirðinum enkum á Hofi, og er þar mikil bygging að sjá, jeg kom reyndar ekki víða um bæinn samt var frúin

ögn að sýna mjer um, og var hún mjer hin bezta sú gamla og ljet mig ekki gjalda þess þó litlir sjeu kærleikar á milli núverandi Hofsbúa og tengdafólks míns. I þessari ferð með okkur voru l´ka þórunn mágkona og frú Ragnheiður læknisekkja; og held jeg að þær hafi mest mín vegna farið þessa ferð, þær eru mjer báðar svo hjartanlega góðar._ Frú R. hefur borið hetjulega sinn mikla missi, en talsvert hefur hún látið á sjá síðan í sumar; kringumstæður hennar í efnalegu tilliti hefðu víst ekki verið góðar ef hún ætti ekki svo efnað fólk að. Þórunn mágkona sagði mjer að faðir frú R. hefði boðið henni til sín með tveimur börnum, og líka hefur Þórður Guðjóhnsen á Húsavík sem er sterkríkur boðið henni hjálp._ Nú er nýji læknirinn kominn á Vopnafjörð, og er til húsa hja Valdimar Davíðssyni fakotr, enn er hann víst óreyndur, en vinsæll má hann verða, ef mönnum á ekki að bregða við eptir þann sem á undan var því hann var svo almennt lofaður, og því af öllum sem til þekktu sakknað._ Jeg vík nú að öðru efni nefnil. búskapnum hjer heima; fyrir nokkrum dögum var tékið upp úr görðunum, og var smá uppskeran í kart= öflu garðinum, því hún var svo sem svaraði útsæðinu

en vonandi er að hún verði betri næsta ár því lítið var borið á hann í vor má að gjörast betur næst Kálgarðurinn var í allgóðu lagi, þó hann hefði getað verið betri ef ekki hefði verið of þjett sett niður í hann, sem hefur ekki verið mælt hvað úr honum fjekkst Líka hef jeg talsvert af blessaðri mjólk, við höfum þrjár mjólkandi kýr, og ein af þeim nýborin, og er hún komin í 12 merkur í mál, en það ódrýgir dálítið mjólkina að litla kvígan á ekki að deyja. Í gær og dag hafa hjer ver ið tveir smiðir til að gjora við þakið á timburhúsinu og verð jeg mjög fegin ef hagst yrði að fyrirbyggja hvað það tekur og húsið er raka samt._ _ _ Jeg er nú á hverri stundu að vonast eptir brjefum að heiman frá ykkur elsku pabbi og mamma mín! ó bara að þau færi gleði tíðindi; jeg er alltaf svo hrædd annað slagið um að veröldin sje máske að heimsækja ykkur. Jeg skrifa nú ekki nema þessar línur heim í þetta sinn, og bið jeg systur mínar að fyrirgefa mjer letina, jeg vona að jeg verði duglegri næst Jeg á að skila kærri kveðju til ykkar allra frá vini mínum og Gunnþórunni, og sjálf bið jeg hjartanlega að heilsa systrum mínum og síra Jóhanni, og líka kærri kveðju til fólksins. Verið svo elsku foreldrar mín= ir hjartanlegast kvödd og Guði falin af ykkar elskandi dóttir

Ragnheiði._

Myndir:12