Nafn skrár:RagDan-1891-10-31
Dagsetning:A-1891-10-31
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

25/11 91. r 30/11

Skeggjastöðum 21. október 1891.

Elskulegi pabbi minn!

Innilega þakka jeg þjer fyrir kæra brjefið þitt með "Thyru" síðast, sem jeg tók ekki á móti fyr en löngu eptir að póstskipin voru búin að vera á Vopnafirði, og var það þá uppbrotið; jeg hefði verið orðin vonlaus um línur að heim an, ef brjef Margrjetar systir hefði ei verið komið á undan, og á því gat jeg sjeð að jeg átti fleiri brjef í vændum. Jeg hefði nú þurft að biðja um hraðar hendur til að geta í tíma orðið búin að klára brjefin mín, því nú fer pósturinn að verða væntanlegur á hverri stund, en jeg er að vona að hann verði þá svo arðug- ur, eins og hann hefur stundum haft til, að vera, að bjóða að gista ef standi á skriptum okkar, en svo er nú vissara að reiða sig ekki á það.

Guð gefi ykkur öllum gleði og heilsusamlegan vetur, biður ykkar elsk. Ranka

Þessa daga síðan veturinn kom hefur verið blessað veður, þurviðri og dálítið frost annað slag= ið, og höfum við haft nóg að þurka eptir öll vot= viðrin í haust, timburhúsið lak svo ákaflega mikið áður en gamli Las á Bakka gjörði við þakið á því. Um veturnæturnar snjóaði hjer dá= lítið, en nú er aptur alrauð jörð niðri í byggð= inni, og kemur það sjer vel að veturinn byrjaði eigi svo snemma, þar sem heyskapur hefur verið með minna móti hjá mörgum. Hjer á Skeggjastöðum er ásetningur nokkuð djarfur, það er svo freistandi að fella ekki fleira en það sem til heimilisins þarf fyrst ekki eru betri prísar í kaupstöðunum; hjeðan voru samt látnir 25 sauðir á markaðinn í haust, og var hæðsti prís þar 15 kr. fyrir sauðinn, nema hvað sagt var að síra Jón á Hofi hefði haft eitthvað meira uppúr krapsinu, en það var eitthvað kunnuglegt við það. Kindur sem settar eru á í haust verða eitthvað um 270, og er þar af um 70 lömb, og undir 100 veturgamalls, Hestar eru 6 og 2 folöld, 4 kyr 1 naut veturgam

-alt, 1 ugsi tveggav, kvíga veturgömul, og kvíg- kálfur sem á að lifa. Jeg man ekki hvert jeg hef minnst á að Jón hefur haft með til af_ nota fjórðapart af jörð hjer í sókninni, (Viðvík) og þar lætur hann vera geldneyti og hesta á veturna. Jeg má ekki gleyma að segja ykkur frá að jeg á 8 hænur og 3 hana, en 2 af hönunum verða liklega steiktir áður en langt líður. Þú sjerð nú elsku pabbi minn á þessari ofanskrifuðu skí0 að jeg gæti nokkurnvegin svarað þeim spurn íngum er Tulinius lagði fyrir mig giptingardaginn minn, og jeg lofaði honum að leysa úr ef hann kæmi að skeggjastöðum._ Jeg hef nýlega fengið brjef frá bræðrum mínum, og segir Kristinn mjer frá nýju byggingunni hjá sjer; óskandi væri að hann sæti á betra brauði, svo að öll þessi fyr- irhöfn borgaði sig. Halldór sendi mjer mynd ir af börnunum á einu spjaldi. Skyldi nú Halldór ekki geta skipt um embætti, þar sem amtmannsembættið er nú

laust, og rót hlýtur nú að verða á embætt um fyrir sunnan?_ Frá Ragnheiði fjekk jeg brjef með póstinum, og segir hún að Margrjet hafi ekki verið heima nema hálf an mánuð, og skilst mjer á brjefi hennar að Johannesi muni hafa fallið svo þungt að horfa upp á hana, og get jeg skilið það ept ir því sem Elísabet Oddsen sagði mjer í sumar._ Ekki fellur mönnum hjer eins vel við nýja læknirinn og þann sem á undan var, hann þykir nærri ófáanlegur til ferðalaga, en vill þó helzt fá að sjá alla sjúklinga, en það er ekki gott að koma því saman._ Mikill vesalingur er Bína og er víst ekki búinn ólansferill hennar; mig var að dreyma hana í nótt, og sagði hún að hún hefði eignast strák, og varð jeg fegin að þa0 kom ekki Ragnheiður!_ Elsku pabbi minn fyrirgefðu nú allt ruglið Innilegri kveðju á jeg að skila til ykkar mömmu frá Jóni mínum. Vertu svo hjartanlegast kysstur og kvaddur elsku pabbi minn, af þinni elskandi dóttir. Rönku._

Myndir:12