Nafn skrár:RagDan-1891-12-15
Dagsetning:A-1891-12-15
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

29/1 92.

Skeggjastöðum 15. des 1891.

Elskulegu foreldrar mínir!

Jeg er hrædd um að nú ætli að fara fyrir mjer líkt og síðast með, að verða í otíma búin með póstafgreiðsluna, og er það penna letin sem veldur því, jeg er þó alltaf að gjöra fögur fyrirheit að skuli jeg vera dug- leg næst og skrifa mikið, en svo situr allt við það sama._ Ekki var jeg svo heppin að fá frjettir að heiman fyrir jólin, póst greyið færði mjer nú enga línu seinast samt vil jeg lifa við þá glöðu von að allt sje, og hafi verið þá póstur fór í velgengi heima hjá ykkur. Hjá okkur hjer er allt bærilegt, þvi kalla má svo þá jeg hafi ekki nú um tíma verið góð af gömlu tannpínunni, en mikil brögð eru samt ekki að henni, jeg hef get að varið mig með að reykja annað slagið, og get

jeg nú í frjetta skini sagt ykkur að jeg er búin að eignast tvo hluti sem þið hafið ekki átt í öllum ykkar búskap, en það er staup og tóbaks pípa! úr staupinu fæ jeg mjer "kína" hress= ingu á hverjum morgni, og hef jeg trúnað á að það sje mjer gott. Ekki hefur verið frétt um að við höfum haft kvef nú um tíma og er það síðan kólnaði í veðrinu. Nú síðast liðnu viku lagði hjer talsverðan snjó, og er sem stend- ur mjög vondt að fara yfir jörðina, og þessa daga allt fje á gjöf, það eina góða við snjóinn er að ekki þarf langt frá bænum til að fá rjúpur í soðið, enda er ekki sparað að deyða blessaða hvítu fuglana, það er sagt svo undur mikið til af þeim. Óðum fer nú að líða að blessuðum hátíðunum; þó ótrúlegt þyki þá hlakka jeg til þegar þær eru frá, því þó á Strönd sje þá þiggur fólk að hafa það gott og láta dekra við sig, en það kostar hvíldarlausa uppva00nigu; t.d. fjósa= maðurinn okkar er alltaf að biðja mig um að hafa ball um jólin, en mig langar lítið til að smala saman dansgestum, þá verður

líklega eitthvað í þá átt látið eptir. Við mágkona ætlum að hafa dálítið Jólatrje vegna telpnanna, það hefur verið haft hjer áður, á öllu þessu sjáið þið að hjer er svosem ekki útkjálkalegt!._ Ekki ættum við að verða fjölskrúðug af vinnu- mönnum eptirl., þeir fara og er enginn fengin í þau skörð; helzt er því ráð fyrir gjört að mink búskapinn eptirleiðis, og láta af lifandi pen_ ingi í skuldir, og tala jeg ekki um hvað jeg verð því fegin; fólks eklan er hjer mjög mikil, hjer í sumum bæjunum verður vinnu fólkslaust að kalla má eptirleiðis; og ekki hefur Gunnþ. mágkona enn loforð fyrir neinni stúlku eptirleiðis, og vorkenni jeg henni mjög; sjálf er hún mikið heilsu tæp, og vön við góða hjálp, og svo hefur hún tvö börn að hugsa um. Maður má sannar lega ekki vera vandlátur í þessu efni. Það sem eptir verður hjá okkur af karlmanna sortinni má heldur teljast með liðljettingum, maður um sextug og tveir unglingar fyrir innan tvítug, annar ófermdur; hann gjörir nú

lítið annað í vetur en að læra, jeg hafði hann þriggja vikna tima, og sagði honum til í dönsku en nú síðan söngfuglinn fór (sem jeg gat um í línunum síðast) er jeg laus við það embætti Með síðasta pósti fjekk jeg brjef frá Halldóri bróðir, og segir hann mjer frá litla stráknum sínum; jeg þykist nú vita að þið frjettið fyr en jeg hvað hann heitir, og væri gaman að þið segðuð mjer það við tækifæri, Ekki lætur H. vel yfir með aumingja Alexöndru, Jeg trúi að Kristinn vilji gjarnan vera laus við hana; mikið er hvað sumir eru alltaf auðna- lausir í veröldinni, þó ekki slæmir sjeu. Hvað líður með Millu og Vissu Lenthen? er hann (læknirinn) að verða ánægðari fyrir þær?. Í þetta sinn er nú tíminn sem jeg get setið á enda, en mig langar til að tilla mjer niður apt ur, og rissa til systra minna aðeins fáar línur. Elsku hjartans foreldrar mínir fyrir gefið þetta flýtirs riss. Hjartanl. á jeg að heilsa ykkur frá vini mínum Guð gefi ykkur gleðileg jól og næstkomandi nýtt ár og annist ykkur ávallt

þess biður af hjarta ykkar innil elskandi dóttir Ranka._

Myndir:12