Nafn skrár: | RagDan-1892-01-13 |
Dagsetning: | A-1892-01-13 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. ? |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3523 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
22/2 92. r 28/2 Skeggjastöðum 13. janúar 1892._ Elskulegi pabbi minn! Fyrir tvö elsku brjefin þín þakka jeg þjer nú hjartanlega. Í þetta skipti komu þau með góðum skilum heil og vel til vika; það er annars mikil óheppni er okkar brjef þurfa að henda, og er mjer ómögulegt að ímynda mjer annað en að þau sjeu með ásettu ráði brotin upp, hjeðan eru okkar brjef ávalt send beina leið með áreiðanlegum mönnum á Vopna- fjörð og svo var með síðasta brjef mitt er þú sagðir mjer að hefði komið upp rifið, en af V. fór það með póstskipinu (nei það fór með landpósti) hingað til okkar hafa ekki komið Nú er dagur að kveldi komin, jeg ætlaði að skrifa ykkur mömmu í dag, en blessaður dagurinn hefur ekki verið svo bjartur að jeg legði útí það, og vildi því heldur geyma ljósinu skriptirnar, Ekki ætlar nýja árið að verða ljúft fyrsta sprettinn, optar en hitt 10-11 stig frost og er það nóg handa mjer; það finnst líka svo napurt þá ísinn er svo nærri; ef sannar eru síðustu ísafrjettir þá er hætt við að ekki líði á löngu þar til við fáum þá ánægju að sjá hann, sumir búast við því þá þessu illviðri slotar, bara að honum fylgdi þá einhver björg._ Mikið hefur gengið á fyrir aust= an hjá ykkur með síldar aflan, en mjer þótti mikið vanta að enginn lás skyldi festast fyrir Hólma landi. Ógnar vinnu?. Það verður víst ekki órausnarlegt sem Reyðfirðingar gefa konungi okkar og drottningu í gullbrullaupsgjöf! Þið eruð sjálfsagt búnir að sjá bóna blaðið, eitt er kom- ið hjer en óreynt er hvað vinsælt það verður, að líkindum gefst samt hjeðan lítið, því hjer eru flest allir í fátæklingatölu._ Ekki hefur þú lítið stríð með kirkjureikning ana gömlu, þeir blessaðir hjeraðsfundarhöfð= ingjarnir eru ekki vanda pöntuð steinolíu áma, en fyrir jólin voru svo margir í stíu hraki, og báðu að líkur sjeu svo þeir gætu kveikt um hátíðina eptir hana átti að sækja olíu á Vopnafjörð, en einmitt um hátíðina kann það upp á V. að öll olía var búin, hjá borgaranum auk heldur hjá öðr= um og eru allir jafnir, sá eini er að öllum líkindum hefur sjeð um sig en Valdimar faktor er sagt er að ætíð sjái vel um sig, þá að útlíti fyrir að hann hugsi eigi eins um að forsyna aðra; sumir eru nú líka að segja að hann kæri sig ekki um að fólk kaupi mikið hjá sjer, en reyni heldur að borga skuldir, og er verið að gizka á að hann ætli ekki að vera faktar nema út þetta ár, og kem ur sú ágizkun af því að fullsannað þyk- ir að engin geti verið faktor við Vopna fjarðarverzlun lengur en 9 ár því þá taki dauðinn þá á 10. árinu og eiga þetta að vera álög á verzlunarhúsunum, og segja gaml- ir menn að í manna minnum sje eigi að faktor hafi getað verið þar í 10 ár; en þó þetta ár liði er V búinn að vera f í 9 ár._ _ _ |