Nafn skrár:RagDan-1892-02-15
Dagsetning:A-1892-02-15
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

20/3 92. r. 24/3 92.

Skeggjastöðum 15. febrúar 1892._

Elskulegi pabbi minn!

Hjartanlegustu þakkir mínar sendi jeg þjer á þessu blaði fyrir elsku brjefið þitt með Böðvari pósti um daginn. Jeg vona að Guð gefi að þessar línur hitti ykkur öll heima frísk og glöð, og veröld þín elsku pabbi minn stafi af óstöðugleika tíðarinnar, en eigi af því að gamla veröld þín undir síðunni sje að ágerast Mig furðar nú ekki lengur á vondu og kvikulu veðuráttunni hjer fyrst jeg heyri aðra úr betri landsplássum kvarta en framan af ímyndaði jeg mjer að þessi ósköp fylgdu Strönd._ Alltaf er jeg kvalin af tannpínunni gömlu og hef mátt heita rasandi nú síðustu dagana og er því komin í skömm með skriptirnar því póstur er væntanlegur þá og þegar; í gær

ætlaði jeg fastlega að rita mikið mál heim og var hugsunin sú að brúka blessaðan hvíld ar daginn til skripta því ekki vantar mamma hyggjuna í dóttir þína en jeg varð að gjöra svo vel og sitja mest allan daginn á báli mínu með full= an munninn með tóbaki og getur þú nærri hvernig höfuðið hefur verið ásig komið. Í dag er jeg mikið betri og sit nú í blessuðum hita og rispa. Fátt verður um tíðindi hjeðan utan bæril. heilsu hjá okkur og hjer um pláss. Ekki er mikið enn farið að kvarta um bjargar skort fyrir skepnur en menn búast við skorti ef ekki rætist úr með jarðlegsurnar og verð þeir þá illa staddir sem skepnu margir eru._ Mikill er munurinn á fjörinu austur frá eða hjer hjá okkur samt veit jeg að Ströndungar vildu gjarnan vera menn með mönnum því talsverður framfara hugur er í sumum ef fátækt væri ekki. Lítinn hagnað hefur þú haft af síldar veiðinni ef þú fyrir hana hefur misst húsið þitt í Víkinni en vonandi er að þú hafir það ei fyrir greiðviknina Og illa fór greyið litli sauður það er eins og ykkur

eigi ekki að auðnast að ala upp folana þá þeir fara svo hver af öðrum; en nú heyrist mjer á brjefi Fíu systir að Ólafur bróðir og Manga systir muni ekki taka við þessu krofi og væri nú gaman að vera nærri til að fá sjer bita._ _ Nú strags og veður og færi gefst megum við við búast við þeirri æru að fá heimsókn af fjórum helztu hofðingjunum frá Vopna firði, og eru þeir optar en hitt vanir að koma hjer einusinni á vetri, og vera 2-3 nætur og á víst svo að verða nú líka; annars er hjer óvana- legt að sjá heldri gesti á veturna._ Eptir öll- um vonum ykk að safna handa konungs hjónunum; hjer úr sókninni komu fullar 40 kr. og er óvíst að víða verði tekið betur und ir að gefa. Jeg hef heyrt að Vopnfirðingar hafi enn ekkert gefið og láti sjer hægt með það._ Hvað segist með Halldór bróðir er ekki hugsan legt að hann geti fengið amtmannsembæ? sagt er að Ólafur Halldórsson muni ekki kæra sig um það, hann er víst orðinn svo innlífaður Hafnarlífina og því kærara að

vera þar Halldór skrifaði mjer að sig langaði til að kaupa hús landlæknisins og væri þá óskandi að hann gæti fengið nýja stöðu með nýju húsi._ Leitt er að lesa í blöðunum um Mariz Friðriksen því hætt er við að hann ekki með rjettu geti losast frá hegningarvinn minnist Halldór ekkert á það við þig? Langt er síðan að jeg hef nokkuð greini legt frjett af heilsu Haraldar er hann ekki að frískast?, og hugsar hann ekki til að fara að eiga með sig sjálfur? 16. Elsku pabbi í gærkveldi komst jeg ekki lengra, en nú er póstur komin og vill nú áfram og er ekki hægt að stilla hann þó jeg hefði gjarnan viljað það því nú sem stendur er jeg góð af tannp og því viljað skrifa meira í þetta sinn._ Hjartanl. kveðju á jeg að flytja ykkur mönnum frá Jóni mínum, og líka bið jeg innil. að heilsa elsku mömmu minni Og svo ert þú sjálfur bezt og innil. kvaddur elsku pabbi minn af þinni elskand andi dóttir Ragnheiði

Myndir:12