Nafn skrár: | RagDan-1892-02-15 |
Dagsetning: | A-1892-02-15 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. ? |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Daníels |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3523 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
20/3 92. r. 24/3 92. Skeggjastöðum 15. febrúar 1892._ Elskulegi pabbi minn! Hjartanlegustu þakkir mínar sendi jeg þjer á þessu blaði fyrir elsku brjefið þitt með Böðvari pósti um daginn. Jeg vona að Guð gefi að þessar línur hitti ykkur öll heima frísk og glöð, og veröld þín elsku pabbi minn stafi af óstöðugleika tíðarinnar, en eigi af því að gamla veröld þín undir síðunni sje að ágerast Mig furðar nú ekki lengur á vondu og kvikulu veðuráttunni hjer fyrst jeg heyri aðra úr betri landsplássum kvarta en framan af ímyndaði jeg mjer að þessi ósköp fylgdu Strönd._ Alltaf er jeg kvalin af tannpínunni gömlu og hef mátt heita rasandi nú síðustu dagana og er því komin í skömm með skriptirnar því póstur er væntanlegur þá og þegar; í gær ætlaði jeg fastlega að rita mikið mál heim og var hugsunin sú að brúka blessaðan hvíld ar daginn til skripta því ekki vantar eigi ekki að auðnast að ala upp folana þá þeir fara svo hver af öðrum; en nú heyrist mjer á brjefi Fíu systir að Ólafur bróðir og Manga systir muni ekki taka við þessu krofi og væri nú gaman að vera nærri til að fá sjer bita._ _ Nú strags og veður og færi gefst megum vera þar Halldór skrifaði mjer að sig langaði til að kaupa hús landlæknisins og væri þá óskandi að hann gæti fengið nýja stöðu með nýju húsi._ Leitt er að lesa í blöðunum um Mariz Friðriksen því hætt er við að hann ekki með rjettu geti losast frá hegningarvinn minnist Halldór ekkert á það við þig? Langt er síðan að jeg hef nokkuð greini legt frjett af heilsu Haraldar er hann ekki að frískast?, og hugsar hann ekki til að fara að eiga með sig sjálfur? 16. Elsku pabbi í gærkveldi komst jeg ekki lengra, en nú er póstur komin og vill nú áfram og er ekki hægt að stilla hann þó jeg hefði gjarnan viljað það því nú sem stendur er jeg góð af tannp og því viljað skrifa meira í þetta sinn._ Hjartanl. kveðju á jeg að flytja ykkur mönnum frá Jóni mínum, og líka bið jeg innil. að heilsa elsku mömmu minni Og svo ert þú sjálfur bezt og innil. kvaddur elsku pabbi minn af þinni elsk |