Nafn skrár:RagDan-1893-01-29
Dagsetning:A-1893-01-29
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Skeggjastöðum 29. januar 1893._

Elsku hjartans mamma mín!

Þá jeg sje loppin í meira laga atla jeg samt að reyna að rissa til þín nokkrar línur þó eiginlega ekkert sje að skrifa þar Jón minn skrifaði pabba í gær og hefur þá sagt hvernig okkur liði; kuldinn er það eina sem jeg kvarta undan hjer, jeg er með hálf dauðar hendur fyrri part dags anna, og er varla teljandi að jeg geti nokkuð gert fyr en komið er fram yfir miðjan dag jeg er því að gleðja mig með að telja tímann þar til hlýnar; þegar bjart er veður er blessuð sólin farin að hita upp hjá mjer talsverða stund af deginum því herbergið okkar liggur vel við sól; við erum samt glöð yfir því hjer í kuldanum hvað stuttur er tím= inn sem eigi sjer sól eitthvað rúmur

guð veri með ykkur alla tíð elsku mamma mín biður ávalt þín elskandi dóttir Ranka

hálfur mánuður. Jeg vildi vildi nú elsku mamma mín að jeg væri nú horfin heim til þín þó ekki væri nema þessa dagstund mjer er farið að finnast svo óumræðilega langt síðan að jeg var hjá ykkur; en aldrei hef jeg fundið eins mikið til heima fýsi eins og um daginn þá elsku Jón minn var austur á Vopnafirði hann var þar nærri viku þá hefði jeg viljað vera nær ykkur en ekki var til neins neins taka það með ró og hafa búskapinn sjer til skemmtunar, jeg þaufa altaf við að reyna að koma honum í gang og hef von um að ofið verði fyrir okkur nokk uð á þriðja hundrað álnir af vaðmálum og hef þó engann tvist en þjer ógnar það nú víst ekki með mínar mörgu stúlk- ur því þú afkastar ætíð svo miklu sjálf Jeg missi nú þrjár stúlkurnar í vor og er ekki enn búin að fá neina í skarð= ið og verð því liðfá ef karlmenn yrðu margir sem reyndar er ekki útlit fyrir sem stendur, en mjer finnst ekki

líka bið jeg kærl. að heilsa fólkinu er jeg þekki heima

eins mikil ekkla á þeim og kvenn= fólki og batnar víst ekki með að fá þær eptir að Ameriku postularnir eru búnir að smala, þeir leggja svo mikið að lausa og liðuga kvennfólk inu með að fara til ameri. og segja mikið betra fyrir þær að sínu leiti eru karlmenn en nátturlega paradís fyrir alla Einn höfuð postulinn li (Sigurður Kristófersson þessi ríki sem búinn er að vera mörg ár í A) komi hjer á þrettánda í jólum og gisti hjer hann eggjaði mjög til ferða og þótti þunnt að geta ekki veitt svo mikið um eina stulku á prestsetrinu, hann spurði Jón minn að hvert hann væri ófánleg= ur og fjekk það svar að ekki væri enn kominn ferða hugur samt leyfði J. sjer að segja hjer norður á bæjum að presturinn á Skeggjastöðum væri ekki frá því að vilja fara og konan hans því síður, en jafn satt sagði hann um okkur bæði á Vopnafirði

Heilsaðu hjartanl. elsku pabba og systrum mínum frá mjer sömul. mági

og í V.firði má heita að fólkið sje tryllt af vestur þra, um ekki er annað talað en am. og eru margir búnir að skrifa sig er sjálfir kosta sig og svo er fjöldi (á 4. hundr= að) sem búið er að senda bænarskrá til stjórnarinnar ensku sem stjórnar lán til að geta komist vestur._ Voðalegt er að frjetta frá Svalbarði í Þistilfirði um vesalings systkinin (vinnuhju séra Ólafs) þau hafa átt barn saman en sáu fyrir því enn hefur ekki frjettst hvurt það hefur buðst með lifi því þau ein voru til vitnis um það þar öllu átti að leyna, svo er nýl. sýlum búinn að láta E:son sinn taka próf í þessu og meðgekk þó bróðirinn en stúlkan sagðist vera lasin og bað að leyfa sjer að halla sjer útaf og lofa stálpuðu barni að hún átti að lúra hjá sjer en fjekk það ekki svo þá hún var lögst útaf fyrir dálítilli stundu rak hún upp hljóð og þá að var gætt var hún liðin menn halda að hún hafi drukkið 0000. Einn vinnum. okkar var albróðir stúlkunnar og var h. eina systir hans en maðurinn hálfbr, hann veit þetta ei enn

Fyrirg. hjartans mamma Ránku þinni blaðið Guð gefi að það sæki vel að heima

Myndir:12