Nafn skrár: | RagDan-1893-01-29 |
Dagsetning: | A-1893-01-29 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. ? |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Jakobínu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3527 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 29. januar 1893._ Elsku hjartans mamma mín! Þá jeg sje loppin í meira laga atla jeg samt að reyna að rissa til þín nokkrar línur þó eiginlega ekkert sje að skrifa þar Jón minn skrifaði pabba í gær og hefur þá sagt hvernig okkur liði; kuldinn er það eina sem jeg kvarta undan hjer, jeg er með hálf dauðar hendur fyrri part dags anna, og er varla teljandi að jeg geti nokkuð gert fyr en komið er fram yfir miðjan dag jeg er því að gleðja mig með að telja tímann þar til hlýnar; þegar bjart er veður er blessuð sólin farin að hita upp hjá mjer talsverða stund af deginum því herbergið okkar liggur vel við sól; við erum samt glöð yfir því hjer í kuldanum hvað stuttur er tím= inn sem eigi sjer sól eitthvað rúmur hálfur mánuður. Jeg eins mikil ekkla á þeim og kvenn= fólki og batnar víst ekki með að fá þær eptir að Ameriku postularnir eru búnir að smala, þeir leggja svo mikið að lausa og liðuga kvennfólk inu með að fara til ameri. og segja mikið betra fyrir þær að sínu leiti eru karlmenn en nátturlega paradís fyrir alla Einn höfuð postulinn og í V.firði má heita að fólkið sje tryllt af vestur þra, um ekki er annað talað en am. og eru margir búnir að skrifa sig er sjálfir kosta sig og svo er fjöldi (á 4. hundr= að) sem búið er að senda bænarskrá til stjórnarinnar ensku sem stjórnar lán til að geta komist vestur._ Voðalegt er að frjetta frá Svalbarði í Þistilfirði um vesalings systkinin (vinnuhju séra Ólafs) þau hafa átt barn saman en sáu fyrir því enn hefur ekki frjettst hvurt það hefur |