Nafn skrár: | RagDan-1893-02-29 |
Dagsetning: | A-1893-02-29 |
Ritunarstaður (bær): | Skeggjastöðum |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. ? |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Jakobínu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3527 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Skeggjastöðum 24 febrúar 1893._ Elsku hjartans mamma mín! Innilega þakka jeg þjer þitt lengi þráða brjef jeg þarf ekki að segja þjer elsku mamma hvað mjer þótti vænt um það eins ætíð sem brjefin ykkar að heiman; jeg hef lika mikið betra gagn af ykkar brjefum en þið af mínum þar jeg er öllu svo gagn kunnug en sem var er þið ókunnug mörgu hjá mjer þar brjef eru ætíð svo ónógur milligangur milli jafn náinna ástvina og jeg á á Hólmum, en samt vitið þið mikið, þar sem þið vitið mig af hjá jafn góðum eiginmanni og jeg sannarlega á, en samt er það margt margt er jeg mundi segja ykkur frá ef jeg mætti njóta þess yndi að sjá ykkur og tala við; eins og þú þekkir elsku mamma þar sem jafn margt vandalaust fólk er og hjer þá getur ýmislegt verið sem manni þætti gott að geta ljett af sjer með að minnast á við sína sem maður er frá barn æsku vonum við að vera með, jeg held nú samt að fólkshaldið gangi slysa lítið enn sem komið er, þá er útlit fyrir að okkur ætli að vanta fólk í vor þakklát fyrir það. Þessa viku hefur Gunn þ. mágkona og Ólafur og litlu stúlku þeirra verið hjer og eru þau enn ófarin, því veðrið spiltist svo að þeim hefur ekki gefið heim til sín, jeg er því að skjótast til að skrifa og hef þó lítið næði því þær Anna mín og litlu systur eru mest hjer inni hjá mjer og eru ekki mjög lágværar, þar eru nú svo lukkulegar yfir að vera saman litlu greyin._ Mikið er hjer norður frá talað um at- burðinn frá Svalbarði og fríkkar ekki sagan síð= an stúlkan fyrirfór sjer, þar nú gjörist svo reimt eptir hana að síðast þá póstur fór þar um og gisti þar ljet fólkið laga ljós í fjórum herbergjum er sofið var í (all nóttina) og svo er x Einar (sonur Benidikts Sveinssonar sýslu manns er ransakaði málið) ásottur að altaf þarf maður að vaka yfir honum (segir sagan þegar hann hefur setið einn í herbergi er barið í borðið fyrir framan hann eins og með séra Arnljóts stúlkuna bersýnilega; líka er sagt að hún fylgi læknirnum þó ekki eins freklega stúlkur hjer eru svo myrkfælnar að þær þora varla langt síns um bæinn þegar fer að dimma og er það mikið fyrir að bróðir hennar er hjer._ Mikið slys vildi til á Vopnafirði fyrir skemmstu börn voru að leika sjer að því að stökkva ofan af kletti niður á fönn er fyrir neðan lá, en |