Nafn skrár: | RagDan-1891-05-28 |
Dagsetning: | A-1891-05-28 |
Ritunarstaður (bær): | Vopnafirði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3523 4to |
Nafn viðtakanda: | Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
16/6 91. Vopnafirði 28. maí 1891. Elskul. foreldrar mínir! Hjartans beztu þökk fyrir allt ástríki frá barn æsku minni._ Þó lítið sje enn sem komið er að skrifa kann jeg þó ekki við að láta póst= inn fara svo að jeg sendi ekki fáar línur til ykkar. Við komum hjer í gær, klukkan að ganga 6. öllum hjer á óvart. Ferðin hingað hef_ ur gengið mæta vel. Páll Ólafsson fylgdi okkur að Jökulsá, og yfirgaf okkur eigi fyr en við fórum í ferjuna; á ferjustaðnum biðum við í 2 kl. tíma eptir ferjunni, og í þrjá kl. tíma bæjum í Vopnafirðinum töfðum við Vindfelli og Bökkum (þar býr Vilhjálmur Oddsen móðurbr. Jóns míns) frá Vindf. vorum við sett sjó veg hing_ að; en hestarnir sendir í kring Alstaðar hefur okkur verið tekið svo sjerl. vel Jeg tala ekki um hjer hjá Guðjohnsens familiunni allri. Líka kom hingað Madama María og heilsaði upp á okkur. Nú er Thyra komin og er allt á róti í kringum mig, svo ekki verður víst mikið samhengi í þessum línum, en þið fyrirgefið það Kommoðan mín er komin og þakka jeg ykkur enn að nyju hjartanl. fyrir hana; ekki hefi jeg sjeð hana svo jeg veit ekki hvernig hún lítur út; tilvísun brjefið er bara komið til skila. Með Thyru kom Valgerður dóttir síra Arnljóts á Sauðanesi og var hún studd af tveimur karlmonn= um hingað heim áðan, sagt er að sjúkdómm ur hennar sje ólæknandi._ Þetta getur ekki heitið sendibrjef þar sem það má ekki verða lengra, en samt nær það tilgangi sínum nefnil. að jeg get látið ykkur elsku foreldrar mínir vita, að mjer líður í alla staði vel ept ir ferðina; hvenær við förum norður veit jeg ekki um með vissu, samt vildi jeg helzt að það gæti orðið sem fyrst._ Fyrirgefið hjartkæru foreldrar línurnar og allt sem jeg um dagana hefi á móti ykkur brotið._ Góður Guð annist ykkur alla tíð og láti línurnar sækja vel að heima þess biður af hjarta ykkar elskandi dóttir Ragnheiður Jeg á að skila hjartanl. kveðju til ykkar allra hjeðan; enkanl. frá Jóni mínum ykkar sama Ragnh. |