Nafn skrár: | RagDan-1893-08-05 |
Dagsetning: | A-1893-08-05 |
Ritunarstaður (bær): | Vopnafirði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | N-Múl. |
Athugasemd: | Ragnheiður var dóttir Jakobínu |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs 3527 4to |
Nafn viðtakanda: | Jakobína Magnúsdóttir |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Ragnheiður Daníelsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1863-04-07 |
Dánardagur: | 1898-03-27 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hólmum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Reyðarfjarðarhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | S-Múl. |
Texti bréfs |
Stödd á Vopnafirði 5. ágúst 1893._ Elsku mamma mín Jeg varð svo naum fyrir þá landpóstur inn fór síðast austur að jeg gat þá ekki sent línu heim svo hef jeg síðan haft svo mikið að sýsla að jeg varð að láta skriptirnar sitja á hakanum, en samt má jeg til að senda ykkur fáar línur og segja hvernig heilsan sje Við erum nú sem stendur allvel frísk og komum þrjú frá Skeggjastöðum í gærkveldi, gjörðum fyrir orðabók sína þessa gesti fáum við til baka með okkur til að gista á Sk. stöðum. Jeg hefði nú máske ekki farið þessa ferð hingað ef kona Jakobs frænda á Raufarhöfn ekki hefði verið búin að biðja mig að vera hjer þá um á nóttunni og er sagt að Bobbi sje svo hræddur við hann að hann loki af hjá sjer á hverri nóttu; eptir öllu útliti er hans að skila kærri kveðju sinni til allra minna á Hólmum. Jeg er nú fegin að blessaðir smiðirnir eru farnir og kirkjan fullgjörð hún hefir talsvert fríkkað við að- gjörðina og hljóðið skemmtil. á klukk= unum síðan síðan nýja klukkan kom og þær voru fluttar inn á loptið. 6. Elsku mama í gær hafði jeg ekki lengur frið fyrir mad. Maríu sem kom og vildi endil. fá okkur mágk. til sín svo jeg varð að hætta nú er jeg ferðbúin upp til Hofs kirkju og fer jeg bráðum að búast við kallinu. Thyra Ranka. |