Nafn skrár:RagDan-1893-08-05
Dagsetning:A-1893-08-05
Ritunarstaður (bær):Vopnafirði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Stödd á Vopnafirði 5. ágúst 1893._

Elsku mamma mín

Jeg varð svo naum fyrir þá landpóstur inn fór síðast austur að jeg gat þá ekki sent línu heim svo hef jeg síðan haft svo mikið að sýsla að jeg varð að láta skriptirnar sitja á hakanum, en samt má jeg til að senda ykkur fáar línur og segja hvernig heilsan sje Við erum nú sem stendur allvel frísk og komum þrjú frá Skeggjastöðum í gærkveldi, hingað nefnil. við hjónin og Anna litla og fylgdust með okkur Marínó og Snæbjörn frá Sauðanesi er báðir gistu hjá okkur í fyrri nótt; þeir bíða hjer eptir Tigra til að taka á móti Jóhönnu dóttir séra Arnljóts er kennir frá Reykjavík og Birni Ólsen er ætlar að vera um tíma á Sauðanesi, á erinda-

gjörðum fyrir orðabók sína þessa gesti fáum við til baka með okkur til að gista á Sk. stöðum. Jeg hefði nú máske ekki farið þessa ferð hingað ef kona Jakobs frænda á Raufarhöfn ekki hefði verið búin að biðja mig að vera hjer þá Thyra kæmi svo hún gæti kvatt mig að 000n hún yfirgæfi landið. þið hafið líklega heyrt að Jakob fr. er búinn að fá pláss yfir hjá Kristni Havstein seint fer hann ekki fyr en í haust þó svona sje nú orðið langt síðan jeg skrifaði heim finnst mjer svo fátt að segja elsku mamma; Jeg er nú að hlakka til að finna Jóhönnu mína Pálsdóttir og spyrja hana spjorunum úr að austan; bara að jeg fái næði til að tala við hana það er sagt heldur skrikkjótt þar í húsinu nú sokum drykkuskapar sjerstakl. húsbondans sem nú hefur legið og drukkið upp á hvern dag og gengið um sem vofa á nærklæðun=

um á nóttunni og er sagt að Bobbi sje svo hræddur við hann að hann loki af hjá sjer á hverri nóttu; eptir öllu útliti er hans faktar stjórn á enda og rætist enn á honum að hann ei framar en aðrir nú í manna minnum geti orðið lengur en 10 ár faktar hjer._ Jeg vík nú aptur heimt til okkar á Skeggjastöðum segjandi hvernig heyskapurinn gengur; fyrir tún voru heyjaðir um 80-90 baggar af útheyi sem sett var í hlöðu inn á dal og á að akast heim í vetur; heldur hefur gengið seint með túnið það er svo ervitt viður_ eignar sökum sinna orðlögðu þrifur ekki veit jeg hvað margir hestar eru hirtir af töðu en heita hefur mátt að hirst hafi eptir hendinni; jeg þikist vita að Jón minn segir pabba það hann hefur gjört ráð fyrir að skrifa honum en gæti hann það ekki bað hann mig

að skila kærri kveðju sinni til allra minna á Hólmum. Jeg er nú fegin að blessaðir smiðirnir eru farnir og kirkjan fullgjörð hún hefir talsvert fríkkað við að- gjörðina og hljóðið skemmtil. á klukk= unum síðan síðan nýja klukkan kom og þær voru fluttar inn á loptið. 6. Elsku mama í gær hafði jeg ekki lengur frið fyrir mad. Maríu sem kom og vildi endil. fá okkur mágk. til sín svo jeg varð að hætta nú er jeg ferðbúin upp til Hofs kirkju og fer jeg bráðum að búast við kallinu. Thyra sk00ðin enn er hún getur komið á meðan við erum við kirkjuna svo betra en að loka seðlin= um áður en jeg fer. Elsku hjartans mamma fyrir gefðu og heilsaðu hjartanl. pabba og systrum frá mjer líka séra Jóh. og þeim sem jeg þekki af fólkinu Guð veri með þjer elsku mamma og ykkur öllum bíður af hjarta þín elskandi dóttir

Ranka.

Myndir:12