| Nafn skrár: | AsgFri-1896-08-23 | 
| Dagsetning: | A-1896-08-23 | 
| Ritunarstaður (bær): | Bíldudal | 
| Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
| Ritunarstaður (Sýsla): | V-Barð. | 
| Athugasemd: | Ásgeir er bróðir Einars | 
| Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands | 
| Safnmark: | Lbs. 3175 4to | 
| Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson | 
| Titill viðtakanda: | prestur | 
| Mynd: | hluta myndar vantar (irr á Lbs.) | 
| Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson | 
| Titill bréfritara: | |
| Kyn: | karl | 
| Fæðingardagur: | 1860-00-00 | 
| Dánardagur: | 1936-00-00 | 
| Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) | 
| Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur | 
| Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. | 
| Upprunaslóðir (bær): | |
| Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
| Upprunaslóðir (sýsla): | 
| Texti bréfs | 
| Bíldudal 23 ág 1896 Elskulegi bróðir! Guð gefi að þessar línur hitti þig glaðan og ánægðan Í flug hasti hripa eg þér þessar línur og er efnið þannig. 15. þ.m. lagði eg á stað alfarin frá Geírseyri og að Norður-Boti og var nóttina hjá Ingólfi (frá Hallgilsstöðum) 16 fór eg hingað á B.dal 17 fór eg inn að Haga á Barðaströnd. og 18 gipti eg mig eins og eg hef sagt þér frá það var fátt fólk en veísla góð séra Þorvaldur Jakopson var presturin sem þú þekkir víst,  og þessa 3 daga hef eg verið hér að smíða. Hér verð eg víst ut september, og bíst eg við að við hjónin förum á Isafjörð. Nú má eg til að hætta berðu fólki mínu og þínu hjartans kveðju og Guð veri með þér og ykkur alla tíma mælir þinn elskandi bróðir Ásgeir |