Nafn skrár:AsgFri-1896-08-23
Dagsetning:A-1896-08-23
Ritunarstaður (bær):Bíldudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Barð.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bíldudal 23 ág 1896

Elskulegi bróðir!

Guð gefi að þessar línur hitti þig glaðan og ánægðan Í flug hasti hripa eg þér þessar línur og er efnið þannig. 15. þ.m. lagði eg á stað alfarin frá Geírseyri og að

Norður-Boti og var nóttina hjá Ingólfi (frá Hallgilsstöðum) 16 fór eg hingað á B.dal 17 fór eg inn að Haga á Barðaströnd. og 18 gipti eg mig eins og eg hef sagt þér frá

það var fátt fólk en veísla góð séra Þorvaldur Jakopson var presturin sem þú þekkir víst, Na 19 fór eg hingað aptur,

og þessa 3 daga hef eg verið hér að smíða. Hér verð eg víst ut september, og bíst eg við að við hjónin förum á Isafjörð. Nú má eg til að hætta berðu fólki mínu og þínu

hjartans kveðju og Guð veri með þér og ykkur alla tíma

mælir þinn elskandi bróðir

Ásgeir

Myndir:123