Nafn skrár: | RosOdd-1899-03-08 |
Dagsetning: | A-1899-03-08 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Héraðsskjalasafn Árnesinga, Selfossi |
Safnmark: | |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | ljósrit |
Bréfritari: | Rósa Aldís Oddsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1878-06-11 |
Dánardagur: | 1961-05-25 |
Fæðingarstaður (bær): | Reykjavík |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Reykjavík |
Fæðingarstaður (sýsla): | Gull. |
Upprunaslóðir (bær): | Kirkjuvogur |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
99 Icelandic River P.O. Kæra Aldýs mín! bestu þakki fyrir þitt kærkomna bréf, meðtekið tolfta Febrúar, þá sest eg loksins niður að borga þér það, og er þá fyrst að segja þér mína góðu líðan mér þykir samt leiðinl hér á veturnar nærri því óþolandi eins og þú getur víst séð á bréfsins, en eg hlakka líka til sumarsins meira en nokkurntíma áður, og þá þykir mér skemtilegra hér, rett eptir að við skrifuðum þér tókum við til leigu hús og þetta vanalega frá 18, 19 20 og dyrast 25 Dallara, það má fá hesta á 35! Doll. og þaðanaf dyrara eptir gæðunum, kindin kostar 3 Dollaras og lömbin 2. löndin eru heldur léleg hér og eru þar líka á hverju ári þeir græða hér mest sem taka strax lönd en ekki er talað hér um vinnufólk nema dag og dag, það er nokkuð dyrt, Trausti er ekki heima hann er í vinnu upp með fljóti að þilja hús og laglega út hjá fólki, við fengum bréf frá Islandi í gær og allan óhemju af þjóðveljanem Trausti kaupir hann, og það margir dáið sem eg þekki á Isafirði í ár, Eg keirði daltin spöl hérna um daginn með Villu systir minni hún var hér stödd, það er besta skemtunin hér á velurnar það er lika nóg af dansamkomum her en eina íþrotta samkomu má þó merkil nefna sem hér hefur verið haldinn í vetur og til að sína þer hana glöggva ælla ég að lata mind iþrótta mansin hér innani brefið og er lesninginn á því hann er frægur orðinn sem línu leikari, og þar frameptir götunum, öllu fólki mínu liður vel og Trausti er heilsugóður úr, rokka kamba og allt sem getur verið að tala um að flitja það er best að eiða peningum hér eins og heima safnað husgögn sem maður gétur komið oskemdum ætti ekki að selja emalerað er ósköp got að hafa með, betur að islandingar sem flitja hingað gætu haft þó ekki væri nema 1 2 kindur með; eg er viss um að það mætti græða á því sem kyr bælir ullin er píduð tilgri en heima þó hún fáist heldur goð af sumum kindum en það er víst nokkuð dyrt ég veit það ekki, einn islendigur hefur komið með fé en hann er í minnisóta, - þá hefi ég ekki meira að segja og verið öl somul sæl af ykkar Rósu |
Myndir: |