Nafn skrár:AdaBja-1884-07-29
Dagsetning:A-1884-07-29
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Centreville 29 Júlí 1884 Lancaster Coy Nebraska

Elskulegi bróðir

Það er nú tími til komin að jeg pári þjer línu til að láta þig vita að við erum lifandi hjer í Nebraska. Jeg vona að þú takir ekki til þess þá jeg sje ekki til þess þá jeg sje ekki lángorður því þú veist að mjer er ekki lagið að skrifa, og þegar jeg mindast við að skrifa eitthvað þá er eins og hugur minn nái ekki lengra en útifir borðið sem jeg sit við þó komi einstökusinnum kvarti heim til þín þar sem þú ert fullur af andans fjöri

og óþreitandi laungun til að koma nitsömum hlutum í verk. það er nú komið nóg af þessu rugli í þettað sinn og látum okkur birja á því sem á betur við mínar daglegu hugsanir og störf. Af sjálfum mjer er nú ekki annað að sega en góða líðan Lof Sje Guði jég birjaði í vor að vinna fyrir sjálfan mig kjeipti mjer hesta tím vagnog búninga og rentaði 80 ekrur af landi með húsi á og fremur góðum úthísum á þessu landi eru 65 ekrur af sáðlandi en 15 af graslandi jeg sáði 10 ekrum af höfrum en hitt hef jeg allt í korni eða meir varið var vatnið var

samt framar í md svo menn voru seinir til með sáðningar en þá kom þurkur og hjelst hann í 6 vikur þettað gjörði höfrum og hveiti töluverðan baga svo það er víða rírt nú hefur verið mjög votviðrasamt meir en í mánuð og hefur það verið ágætt firir kornið svo það gefur ekki eptir bestu kornárum með vöxt nú er uppskjeran bráðum á enda og hefur hún verið stríðsöm vegna votvirðanna allir eru búnir að slá og binda en eiga eptir að galta jeg fjekk maskjinu til að slá firir mig og borgað 75 cent firir ekrunar og batt alla mína hafra einsamall og vann

tvo daga firir mannin sem sló firir mig og dag og hálfan firir annan mann í nágreninu sumir eiga allt sitt laust á jörðinni ennþá þeir ætluðu sjer að galta það laust strax og þeir væru búnir að slá en síðan hefur rignt á hverjum degi og eru bindin gróin við og grundvöllinn sem þaug stóðu á

Jeg hef haft það frjálst í sumar jef skrölt einn á plássinu matreitt sjálfur og haldið öllu í skorðum utan stakks og innan af húsverkum leiðist mjer einna mest að bæta föt því það hefur mjer verið nauðsinlegt vegna fátæktar peningaleisið kjennir manni að vera nitin og hirð

usamur sem einu gildir maður lærir best að geima geima með því að vita hvað það er að vanta af lárusi er það að sega að hann er nú giptur hann gipti sig í vor ameríkansri stúlku og lifir á landi sínu sem hann nú gæti selt firir afar pris þareð það er aðeins mílu og hálfa frá mínum bæ sem lítur út firir að verða stór með tímanum jeg er nú orðin of seinn með að ná mjer í land hjer í kring það er orðið of dírt firir mig að kaupa það en mjer leiðist að fara að leita að birlegu landi og hafa ekki neitt til að birja með svo jeg bist við að reina lukkuna í annað sinn ef jeg get rentað

þettað pláss aptur og þá fara og leita upp landspláss sem jeg gæti fellt mig við og þar sem jeg gæti fundið autt rúm firir Benedikt en kannskje hann verði firri til að taka sjer land en jeg ef svo fer þá fer jeg til hans og verð hans fjelagi eins og jeg hef alltaf óskað til að verða í annað sinn síðan jeg skjildi við hann til að fara til Nebr. Jon Halldórsson hefur verið mjer með snilld síðan jeg kom hingað vestur en nú er hann farin úr nágrenninu hann og Kristján bróðir hans fluttu sig um 300 mílur í norðvestur hjeðan og tóku sjer stjórnarlönd þeir höfðu með sjer um 80 nautgripi og

5 hross asamt famílíu Jóns og búslóð. Landið sem þeir tóku er mjög sendið og er ólíklegt að það reinist vel til akurirku þá mun það vera allgott firir gripi og er því lítill efi á að þeir bræður muni hafa gott af að fara þangað með gripi sína því það var orðið of þraungt um þá hjer

Nú í haust eigum við von á að fá nían forseta og hefur mikið gengið á í sumar með að halda fundi og ræður í ímsum plássum republican flokkurin ákvað firir forsetaefni G. J. Blaine og er hann kallaður sjeður hann er bindindis maður og uppheldur kvennarjettinum þessu láta democratar illa og hafa

þeir ákveðið bjórbelg úr New york firir sinn flokk sem Cleaveland heitir hann á að gefa frítt ákavíti og frí viðskjipti við aðrar þjóðir

I vor sendi stjórnin 3 skjip að leita að amerikanskum manni norður við pól sem fór með 25 menn 1881 og ekki komið aptur. 22 Júni 1884 fundu þessi skjip hann með 6 af mönnum sínum lifandi hinir voru allir rottnir í hel þessir sem fundust gátu ekki gengið og mundu ekki hafa lifað nema fáa daga hefðu skjipin ekki virið verið svona heppin með að finna þá, blaðið er nærri á enda og jeg man ekki me meira að skrifa jeg vonast eptir brjefi frá þjer þangað til jeg fæ það jeg bið að heilsa Guðlaugu og börnonum og ollum þinn elskandi bróðir Bjartur

Myndir:12345