Nafn skrár:SesJon-1859-02-11
Dagsetning:A-1859-02-11
Ritunarstaður (bær):Sólheimar í Blönduhlíð
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:13 ára árið 1855 og var fósturd. Ól. Ólafssonar b. á Sólheimum
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB. 100, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Sesselja Jónsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1842-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Fellshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Sólheimum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Akrahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

Sólheimum þann 11ta Febr -1859-

heidradi gódi Jón minn!

Þad má Omögulega minna vera enn eg láti ydur i ljósi núna ynnilega þakklátsemi fyrir sendínguna med PóStin núna fyrir Skèmstu, og er ekki ad draga yfir þó ad mèr gódféll hún i Allan Máta vel!

Sátt er hedan ad sem nímsli ad rita Meira hinn volegi virdsvalur geisar hèr med Ógurlega ríki lofi yfir himin og hendur, þíkir líkast, sem hann vilji Svelgja i Gaupnir sínar allt þad sem lýfsanda dregur, og er all ogílegd ad sjá þá gömlu módur vora liggja- yfir svo lángan tíma-kreppta, þúngum klaka vidjum. enn sú fagra morgun gydja megnar ekki ad losa hann úr lædíng. fyrr en dvala tími

Ormsins er á enda komin, og lá mjallhvíti svanur, tekur ad síngja hann úr gardi.-

ekki hefir heljar dýrin ekid plóg sínum yfir vagnbrautir lýfsins. til mikils skada, her i grend þó ef allt skal telja, hefir hún nílega leidt ínna land hínna daudu gamlan bónda her ur Blönduhlídinni var hann bródur Arna Södla Smids á söglum ad nafni Hallgrímur, leingra fra berast frettir um ýmSar stisfarir og atburdi er dagblödin flitja ljósari sagnir um. enn eg fái í litlu bladi ordum bundid.-

med fréttum verd eg at telja ydur þad, ad bródur min hefur i rádi at breita um hagji sína eptirleidis, yfirgèfa Búskap og leggja sídan á vald Orlaganna, hvad þau vilja leida hann, eda hvad tjáir annad? mer finst líka á tali hanns, at hugur

hans sje fremur farin at hvarfla úr þeSsu sveitar félagji! eda munid þèr ekki eptir ad þer yrdud þess áskynja hid fyrra Sumar? af þeSsum breitíngum leidir þad ad hann hefur á Ordi, ad selja fullar helfíng eigna sinna, og máskè taka sèr sydan bófilir i, eda nærri kaupstad. hvar sem þad gjæti á gedfeldasta hátt nád framgángi; þetta er nú sem sténdur i rádgerd enn seinni tímarnir leida i ljós hvada fram ganga henni verdur Audid-

med sedli þessum læt eg fylgja lítil fjörlega sendíngu þó ekki sje jafngildi þeirrar er eg medtok fra ydur.- nú bid eg ydur ad rita mer vid hentugt tækifæri eina línu til gamans, og sjálfsagt segja mèr hvört þèr fáid sedil þenna medskilum.- Systir mín bidur hjartanlega ad heilsa ydur! ad síduStu fel eg ydur á vald þeirrar alsrádandi sem i brád og lengd Óskar vinsamlegast

Sesilía Jóns dóttur

S.T.

Mr Jóni JónsSonur

ad Kaupangi

fengid 24 Marz

filgir Böggull forsigladur

Myndir:12