Nafn skrár:SigBja-1880-11-02
Dagsetning:A-1880-11-02
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Bókasafn Seðlabanka Íslands
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Sigfús Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1840-11-08
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Staffelli
Upprunaslóðir (sveitarf.):Fellahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

1/1 80 Bessi 368,48 til góða

Sigfús Bjarnason

2/11 - 80

Icelandic Settlement Nova Scotia 2 Nóvember 1880

Herra Kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson

Þegar jeg flutti burtu af Islandi sumarið 1879, frá Staffelli í Fellnahryggi og Norður Múlasýsslu - gjörði jeg þá ráðstöfun að allir þeir peningar er jeg átti þar eptir

hjá ímsum mönnum í sveítinni (og sem var að upphæð um 500 krónur) yrðu sem fyrst lagðir inn í Gránufjelags verzlun yðar á Seyðisfirði - og samkvæmt brjefi til

mín frá Herra Bessa Ólafssyni á Birnufelli - dagsettu 9da Janúary þessa árs - voru 400 krónur innlagðar hjá

verzlunarstjóranum Herra Sigurði Jónssyni á nefndum stað strax í fyrra haust - en sýðan hefi jeg eigi fengið neina vissu um að meira hafi verið innlagt - þó jeg

staðfastlega voni að svo hafi verið. Nú, þrátt fyrir að jeg hafði óskað eptir, að alt yrði svo viðskylið með innlagningu þessara peninga, af hverjum sem ættu hlut að því

máli - að jeg gæti fengið sem fyrst frá yður ávísun fyrir öllum peningunum uppá banka - eða verzlunarhús hjer vestra - hefi jeg ennþá engin skeýti fengið um þetta mál -

og er því hjermeð mín hjartanleg áskorun til yðar - að þjer.....

Myndir: