Nafn skrár: | SigBer-1897-01-12 |
Dagsetning: | A-1897-01-12 |
Ritunarstaður (bær): | Vesturheimi |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | |
Athugasemd: | |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 5020 4to |
Nafn viðtakanda: | |
Titill viðtakanda: | |
Mynd: | mynd vantar (frá Lbs.) |
Bréfritari: | Sigfús Jónasson Bergmann |
Titill bréfritara: | bóndi,bókbindari |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1836-06-02 |
Dánardagur: | 1904-03-30 |
Fæðingarstaður (bær): | Garðsvík |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Svalbarðsstrandarhreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Gardar North Dakota 12 jan 1897 Skúli Thoroddsen Esq. Um leið og jeg nú sendi yður $20 uppí bókareikning okkar vil jeg geta þess að nú er tæplega 1/3 óseldur af Pilt og St. og þáttur beinam. alveg uppseldur. Það hefir heldur tafið fyrir sölu bókanna að jeg hefi ekki þorað að auglysa að eg væri sá eini er feingi bókina til útsölu í Ameríku jafnvel þó þjer rituðuð mjer á þá leið. Mr. H. S. Bárdal í Winnipeg hefir sagt viðskipta mönnum sínum að hann fengi bókina þá og þá gegnum Bóksalafjelagið, og þannig haldið nokkrum frá að kaupa hana af mjer. Eru nokkrar líkur til að það verði? Nú sje jeg í Þjóðv. Únga að þjer munið gefa út Grettisljóð Matth. pr. á þessum vetri. Verdi af því sem jeg efa lítið, gjörðuð þjer vel að lofa mjer að sytja fyrir útsölu þeirra hjer vestra. Ef jeg mætti auglýsa að jeg væri sá eini er seldi þau hjer vestanhafs mundi jeg hafa hag af að selja þau og hefi góðann vilja til að reinast yður að maklegleikum trúr ráðsmaður. Reindar hefir nú Bóksalafjel. Islenska látið það boð útganga í blaði sínu að útsölumenn þeirra megi ekki selja bækur fyrir aðra en fjel. nema því aðeins að þeir taki 3% í sölulaun en af því það ákvæði var ekki í skilmálum þeim er eg hefi undirritað fynnst mjer ekki Af Grettisljóðum (sem er ný bók) ætti að vera hægt að selja hjer 1-200 eintök fyrsta árið, eptir því hvernig árferdi er. Næstliðið ár var í lakaralagi og þó hefi jeg selt yfir 50 af Pilt og St. sem margir áttu þó áður, og höfdu flutt hana með sjer sem eptirlætisbók. Hvað sem þjer gjörið í þessu efni, vil jeg geta þess að það er ekki vanalegt að registera bækur er mjer eru sendar, og hefir þó alldrei orðið að slisi, það sem mest ríður á er að umbúðir sjeu sterkar, sjerílagi krossbandið, bili það er allt tapað. En það var líka mikill munur á hvað betur fór um yðar bækur þegar þær komu, (og allar í einum poka) Ef yður sýnist megið þjer senda mjer nokkuð í Materíu, það ætti að fara best með sig þannig, en þá væri gott að fá kápur með. Og það að hepta bækurnar gætuð þjer borgað mjer með því einúngis að hafa betri póstmerkin á pökkonum, svo sem Svo bið jeg sem best fyrirgefningar á öllu þessu rugli, Með bestu óskum og kærri kveðju yðar einl. S. Bergmann |