Nafn skrár:AsgFri-1896-10-13
Dagsetning:A-1896-10-13
Ritunarstaður (bær):Bíldudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Barð.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Bíldudal 13 okt 1896

Elsku bróðir!

Nú er "Laura" logsins komin og silglum við nú hjónin með henni til Isafjarðar, Eg hef miðan opin þangað, og bæti í hann þar ef sögulegt kemur fyrir. Eg sendi

þér þá seínt sje kort okkar hjóna og eg sendi 1 að Einarsnesi og Nönnu og að Hamri, og Thor Jensen Nú er 17 já afmælisdagur minn og er hann kaldur og leíðinlegur

enda þó mér líði vel. Eg var algjörlega svikin um atvinnuna sem eg reiddi mig á svo eg hef fjaska mikla örðugleika

að klóra mig fram úr þvi í vetur Eg hef að vísu strags nóa smíða vinnu og bætir það að vísu en hér held eg að alt sje dírt og bölvað og hér líst mér verzt á mig

sem eg hef komið, en vel má það reínast. Ágús er mér að vísu mjög góður og hef eg hann sem ráða mann minn í öllu, hér er líka faðir hans. Og svo er Jóakim

snikkari sem hefur tekið mér vel, Sigríði Sveinsdóttir hef eg ekki sjeð. Hér skamnt frá er Friðrik Guðjónsson, og Kall sonur Olgeirs á Vatnsleisu Eg sendi þér strags

og eg fæ peningana Berðu Hjartans kveðju mína þínu og mínu fólki og vertu Guði falin alla tíma það mælir þinn elskandi bróðir Ásgeir

Myndir:123