Solheimum þan 4 aprilio 1855 góði vin ætið sælir! í einu orði þakka eg yður, alla mann dygd mér auðsínða, til skrifin og scaðingarnar sem eg hef tvisvar með tekið, af póstins henði, og það þriðia, með Jóni litla guðmunssini ekki leiðist yður gott að giöra skrifa mér og senða giafir, miöger þetta ólikt minu athæfi, þar eg hefi alðrei sent yður linu, firri en nú með postinum þegar hann kom að sunnan, sem ekki mun vera til yðar komið, forsiglaður böggull filði þvi brefi, i hönum vóru tvöinvafin minða spiölð, hvur mig lángaði til að vita hvurt þér hafið feingið með einni línu, og ferðum firstu, lika vilði eg biðia yður sovel giöra, að svara hreppstióranum uppá, hans bref, það bráðasta, vænt þikir honum að siá sem flest brief frá yður, yðureinan hefur hat þess metið að spiria breflega eptir áliti yðar, um Kaypstaðin, i senði brefi sem han bað póstin að flitia til yðar, mér gleimðist að minast á Kver, er þér skilðuð eptir seinast er þér vóruð hér, nætur salir, nálægt rúminu barnsins, hún kom til mín, miög á higgufull og sagi, bátt væri það, maðurin hefði skilið eptir k?? ó vart og sínði mér það eg tókv ið og skoðaði og sá þar henar nafn með yður hönð, og talðist unðan við hana að senða yður það, þegar eg hafði séð innihalð þess, þótti mér það vel valið, fyrir þetta kver þakka eg yður ásamt öllu yðar ágieti mér og mínum til hanða auðsint, litin tima hefi eg nú þó óliklegtt sie og verð svo að enða þessar fáu línur með forláts bón als hins besta og mesta óska eg yðar niótanði að venða hér og siðar og vil so finnast yðar einlæg vin kona, meðan lifi S HallsDóttir |