Nafn skrár:AsgFri-1889-11-24
Dagsetning:A-1889-11-24
Ritunarstaður (bær):Borg
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4941 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Borg 24. nóv: 1889

Kæri vinur!

Eg óski að þér líði ætíð sem berzt! - Nú logsins vakna eg af þeim mikla doða og drúnga sem yfir mér hefur hvílt, í að hripa þér nokkrar línur, sem fyrzt eiga að birja á þakklæti fyrir gamla og góða viðkinningu og þar næt að segja þér af sjálfum mér. Það er orðið svo langt syðan við höfum sést eða skrifast á að eg eg er niðurbeigður af sköm fyrir það. Margar breitingar orðið í lífinu yfir þennan tíma, bæði fyrir okkur og

öðrum, og færi eg að lesa upp núna lífssögu yði það á fleyri arkir.

En í stuttumáli sagt líður mér vel eg er frískur og hef haft góða vinnu Í fyrra sumar fór eg híngað til bróðir míns, og konu hans, frá Nesi í Höfðahr: og virtist mér þá vera hér nýr landnamsstadur, hvað biggingar áhrærði en land kostir og landrími stórum verra eins og þú veist, heldur en þegar Skallagrímur gamli nam hér og litlar eða aungvar sjást menjar hans, en örnefni og annað er segir í sögunni er mikið rétt og greinilega sagt (í sögunni).

En heldur þikir mér ljótt hér það eru einslægar kletta borgir og þífið og blaut mírar sund á millum, og er hér víðast á mýrum versti vegur, nema á vetrum

þegar ýsalög eru komin, - Fólk er hér heldur fákunnandi og leiðinnlegt, en gestrisið, og allvel við efni, - Eg veit að bróðir þinn minn skrifar þér núna um sína hægi svo eg sleppi því -

Hér hafa verið miklar biggingar svo eg hef haft gott kaup, í sumar 2,50 kr á dag einlægt, því eg hef verið lausa maður í ár, en held hér heldst til. -

En ekki veit eg hvert eg verð hér í Borgarfyrði nema til næsta sumars, ef við skrifumst á læt eg þig vita um það greinilegar sýðast. Ekki ber hér neitt skrítið til svo eg get ekki skrifað neirn skrítin pistil, þó er hér eirn galdra maður að þeir segja

Almennu fréttirnar sér þú í blöðunum, eg þarf því ekki að tína þær til.

Eg sé mér því ráðlegast að hætta að sinni, en væri eitthvað sem þú hefðir gaman að vita heðan þá spurðu mig.

Gerðu svo vel og berðu kveðju mína Þorláki bróðir þínum og Gísla Ísleifssyni -

Sjálfan þig kveð eg með ynnilegustu óskum í bráð og leingð það mælir af alhug þinn, einlægur vin og frændi

Ásgeir Tr: Friðgeirsson

Myndir:123