Nafn skrár: | SigPal-1860-10-01 |
Dagsetning: | A-1860-10-01 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Br.b.st. 1 Oct.b. 1860 Ástkiæri gódi br. minn ! heldur seint kom bréfid þitt af 16 Sept þvi mér hefdi komid betur ádur enn Þorl: fór, ad vera búin ad fá þad, línur þessar eiga ad færa þér ástarþökk mína firir þad, enn þó einkanlega húsb. þínum firir elskulegt og kiærkomid tilskrif hans og tilbodin sem eg tek til stædstu þakka ad meiga nota mér svona eptir tíd og hentugleikum þvi sidur vildi eg han borgadi til þín nema svona eptir skornum skamti, eg bid þig láta þetta filgja ástarkvedju mini til hans, svo lítil tilmæli húsmódur þinar sem þú minist á, hefdi mér verid ánæg= ja ad uppfilla sem first enn eg var núna búin ad búta upp alla vadmáls stubbana mína, nema svo litlar piötlur 2 sem filgja sedli þessum sem hún giæti kanskie bankad i ananhvurn stadin sem þú nefn= ir, enn ef eg lifi i vetur skal eg bæta upp þessa ómindar sendíng ef heni líkadi hún ad ödru enn hvad hún er oflítil, eptir peisu smoknum handa þér skal eg hugsa og first þú tekur framad bandid sé ekki miög bláþrádótt held eg trúi mér best firir ad vina þad, svo veit eg þér er þénanlegast ad þad sé fult og miúkt, þú verdur ekki óþolinmódur vid mig þó peisan komi ekki firir jólin, af okkur er ekki ad seigja nema sama og sama madurin m er altaf med þessari sömu eimd s þín elsk: systir S. Pálsdóttir |