Nafn skrár:SigPal-1860-11-23
Dagsetning:A-1860-11-23
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 16 Dec.60

Breidab.st. 23 Nov.b. 1860

hiartkiæri gódi br. minn!

Ástsamlega þakka eg þér 2 kiærkomin tilskrif þó þaug væru ekki svo stór ve0di, af þvi firra heirdi eg ad skióduni mini hefdi veitt vel af, og skal eg reina ad bæta upp þad sem i heni var, seirna brefid þókti þeim skemtilegt sem betur þektu til efnisins en eg, þó lá rétt vid ad þú kiæmir mér i kuningskap vid Garíbaldi aungvar hef eg fréttirnar ad skrifa heldur enn vant er, enn med vellídan minni og allra minna get eg glatt þig nema

hvad lasleiki mansins m vidhelst altaf, þó klædist han og kémur út daglega næríng og svefn optast nægileg enn samt finst honum gánga svo nærri sér máttleisi sálar og líkama ad han vera ofær til als, og miög skialdan getur han tekid á pena, eda bók til skémtunar, eg er nú ad hlakka til br.m.g. ad þú getir skrifad mér heilsufar þitt betra enn vanalega á veturn ar þvi blessud vedurblídan held eg sé þér svo holl, fornvinur min og gamall nágrani Daníel hreppstióri á Fródstöd. skrifadi mér lángt og snialt fréttabréf, og lagdi inan i þad tappan sem eg sendi þér, ad seigja mér frá tímaritum þeirra Mágana eg er hrædd

um ad han hafi gért þad i þvi skini ad eg kiæmi þvi til undir álit einhvurs sem eg tridi til ad hafa vit á þvi og vil eg nú bidja þig seigja mér hvurju eg á ad svara D: og líka þækti mét gaman ad þú skodad= ir þetta rit þeirra og kiæmir þvi undir manaaugu ef þad yrdi þeim til sóma, þvi þeir eru þess maklegir þeir eru svoddan sóma og skinsendar men eg þori nú ekki br.m.g. ad bera á þig meiri vitleisu i einu, enn siá hvurt þú getur gért nokkurt vit úr þessu sedlinum til ser Sb.b. bid eg þig koma til hans, berdu ástar kvedju okkar húsbændum þínum altskild 00000igdafólkid bidur ad heilsa þér og ad þér lídi ætíd vel óskar

þín ætíd elsk systir

S Pálsdóttir

Myndir:12