Nafn skrár:SigPal-1861-01-25
Dagsetning:A-1861-01-25
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 8, 16 Mars Send bref 000 8 þorunn: fr 19 0 12 Jan. 0ll s0 8 14 0 Mars

Breidabólstad 25 Jan 1861

Ástkiæri gódi bródir min!

Eg get nú ekki birjad þorran betur enn skrifa þér línur þessar, rétt til ad láta þig siá ad vid erum allir náúngarnir rétt vid sama ástand og heilsukiör og þá eg skrifadi þér seinast og líka til ad seigja þér bestu þökk firir bréfid þitt af 16 Feb enn eg var svo 00narleg núna med póstinum, þvi mér eru altjend svo kiærkomin bréfin þín, og þó þaug séu ekki fréttafród, þá ertu eins og gódu prestarnir ad geta sagt mikid af litlu efni, svo er eg ordin ridgud i tröllasög= unum úr múlasýslu ad ekki þori eg ad fara med þær, enn mig furdar á þ systir okkar ad hún getur ekki upplíst þig þvi hún hefur

svo sögufróda hiá sér þar sem er Jómfr Þórdís og Ragnhildur gamla yfirsétu= kona og hef eg rétt nylega séd skrifada eptir heni sögu af hrafni sem hefdi áttad filgja frænda okkar sal: nedan frá Dvergasteini og ad fliótinu þar sem han reid út i þad og druknadi, enn hvad ætli hindri Þ: ad skrifa okkur, mér hefur hún ekki skrifad línu vist i 3 ár og ef hún skrifar þér ekki heldur þá held eg hún sé daud, eda hvad fréttir þú af Sigg: Ekkert er hédan ad frétta nema vedur= blíduna þó mun vera vidast hart á milli mana og stórfie til vandræda f ef 00sk00 brigdist, þad má heita daglega ad einhvur komi ad fala matarlán, þeir vara sig ekki á ad fordabúrid okkar hefur heldur minkad, þiófnadarkvit er ad heira bædi undan fiöllunum og vídar 00ók000000 búsæld er hér hiá dóttir mini 4 kyr bornar og 4 merkurskakan á dag nóg miólk og

nytt skir, sedil þenan sendi eg á E:bakka eg bid Petur firir han honum á ad filgja peisan sem þú mæltist til i haust, eg vildi óska br.m.g. ad þér líkadi hún, ad hún er gróf og bulkaraleg er þér ad kéna, en ef hún er lítil er mér ad kéna, eg vona þér sé sama þó hún sé svona misud á litin þó þú bædir um hana dökkgráa þvi bædi er svartlitada ullin kaldari og litar heldur af sér, eg vildi þú giætir nú skrifad mér sem first ad hún skildi þér vel, berdu ástarkvedju okkar húsbændum þínum og siálfan þig kvedjum vid öll skild og mágarfolkid bestu farsæld= aróskum

þín ætíd elskandi systir

S. Pálsdóttir

S T herra Stúdjosus P:Pálsson á Reykjavik

fylgir forsigl. 0joda mörud

Myndir:12