Nafn skrár:SigPal-1861-04-07
Dagsetning:A-1861-04-07
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 3_ 7 Mai med Benid. mekk00 000 med þar B var gángandi

Br.b.st. 7 Apríl 1861

ástkiæri gódi br. minn!

altaf gledja mig bréfin þín fremur enn flestra anara en þó þetta eirna niest af s mands þad var svo lángt eg frétta fé00 færdi mér svo greinilega fregn af siskinum okkar sem eg hafdi ekkert svoleingi af frétt, og þar á ofan svo miklu betri frétt og hrós enn eg vonadi eptir eda átti skilid firir þad sem eg sendi þér i vetur og var svo áhiggju full útaf ad ekki hefdi likad rúg og mig lángadi til, þú geíngur fast eptir br.m.g. ad fá reikníng frá mér, en mig lángar ekki svo mikid ad gefa þér han, síst

first þú heldur ad eg eigi hiá þér, þvi þó eg nefni hædsta verd á peisuni, 5 dali, þá er eg hrædd um ad reikníngurin falli á mig, þvi eg hef svo margs bedid þig og þú leist hvad ödru betur af hendi, eru enn mér aldrei dottid i hug ad borga þad, stúkurnar og vetlingana sem eg sendi þér ad gamni mínu, get eg þvi sídur nefnd sem þú hefur líkast til af hvurugu not þú hefur altaf siálfur haldid reikníngana á milli okkar húsb: þíns og eg verid ánægd med, sama vil eg þú gerir enn, þú getur þvi nærri ad ekki get eg selt vadmál= id dírara enn eg hef gert firri* þá ullin væri verri seint óadri og hnök= ra meiri, eg lét líka svo lítid filgja af þeim sem eg gat, ef eg lifdi til og mætti hafa þá ánægju ad senda hús modur þini nokkrar álnir þá skal eg hugsa eptir breiddini, smierid mun hafa verid heldur firir inan

hálfan fimta fiórdúng eins og vant er i þessum kvartilum, en prisnum ferdu nú bestnærri siálfur eg hef helst hugsad 30 sk: pundid, nú tek eg til þakka med þad sem þú skifadir til mín i haust frá húsbónda þínum ad han væri til med ad senda mér i heila skirtu, mig lángar til ad bidja han ad útvega firir mig naudsinjar mínar af krami frá spekulentum eda hvar helst verd væri þolan= legast ad vísu þarf eg ekki mikid til eigin brúkunar enn mér hættir vid ad reifa svona upp i ýmsar áttir þvi allir eru mér svo gódviljadir sem eg hef kinni af lista yfir þad sem eg man eptir mína nad eg þyrti helst legg eg med enn ef þú vilt kalla ad eg eigi hiá þér þá bid eg þig láta þad standa þáng= ad til eg kvabba um eitthvad eins og eg er vön, nú er eg g.s.l. frískari en þegar eg skrifadi þér seinast og lídur hér ad öllu vel madurin m er mikid betri til heilsunar enn ad undanförnu enn han hefur eins mikil leidindi af adgerda og umsvifaleisi nu eins og eg hef ském tun af þvi, og finst þessi búskapur vera

heilsu mini miög haganlegur, altaf er sama vedur blídan og blessunarlega bætt úr sárum skorti sem hér var ordín almenur, hér i landeigunum er komid á þridja hundra til hlutar og hefur marg haft gott af þvi, mér þókti hálfvænt um ad eg skrifadi vitlaust i bréfid þitt i vetur um hrossa kiötsátid i landEy: þvi eg ætladi ad bera fréttirnar eins og híng= ad bárust ad 2 bæir væru sem ekki væru farnir ad jeta hrossakjöt en seirna barst þad væri ikt, mikid vildi eg óska ad aumingja Sigg féngi prestakall sem honum yrdi borgnara med enn ad vera á þessum hrakníngi þad er bágt ad vita han altaf i kröggum, mér þikir skrítid ef han er eirn settur til baka af öll= um sem sækja um braud, eda láta han gialda þess þó han vilje leitast vid ad siá firir sér og sínum, Grímsei líst mér ekki illa á og gott hvad betra giæti til tekist Hellnaþ: held eg væri med þvi vesta, ætla þú giætir ekki eins vel flutt mál hans eins og han siálfur þvi hon= um er kostnadur ad ferdini helst ef hún yrdi til forgefins, ekki get eg skilid ad Þ. systir eigi ördugt med efnahag þvi fiármunir Biargar og Þord: mundu lítid rírna þó þær létu hana ekki lída naud

af hvurju spar þú ad Johanni Arn asini eg man til hans 0iésamans á Kirkjubæ og skáldadist þá á vid frænda okkar sál: og þad minir mig eg hafi sagt þér ádur, og fleiri bögur hef eg heirt eptir han, han var fátækur og audnu lítill gáfadur vel, enn ekki ad K.b. man eg hvadan han kom, eda hvurt han fór, hriggilegur og okkur skadlegur var skiptap=in i voginum Biarni sal. var velmenni og okkar besti skipta= rin, Þorleifur vinumadur s00 Sk: sem fór til hans i vor, frá okkur eg hafdi verid hiá Maninum m, i 23 ár trúasti og besti þénari var okkur líka bgamissir skipid áttum vid halft og sá eg minst eptir þvi, borist hefur skipum á i Landeyum enn ekki ord= id ad tióni, nú er ordin ædi lángur bónalistin min en

þad sem eg verd skuldug skal eg senda i haust undir eins og smér= id, þad sem eg nú bid um skal eg reina ad siá um flutníng á og þækti mér best ad þad væru i tilsleignu smierkvartili vertu nú sæll og blessadur og bestkvaddur af okkur öllum

þín ætíd elskandi systir

S. Pálsdóttir

hiartanlega bidjum vid ad heilsa húsbændum þínum lítid get eg bætt úr Þorirs söguni spurdu þær nú aptur ad af hvur= ju krossárin drægi nafn eg er búin ad gleima þvi

12 af medal hörléreft 12 af gott vadmáls lereft 6 al medal hjartíng + 4 al 6 af fódurlereft grátt eda svart 6 al liósleitt 6 al einskéstu bómullar léreft sial handa úngling til 3ia dala 1 góda ullar kamba 1 persí bestu sort 1 hárgreida 1 dúsin frakkahnappa 1 dúsin vestis hnappa 10 al grófar snúrur 10 al kanta bönd 3 snituklúta 3 dökleita léreftsklúta 2 al svart bómullar flög00 1 svartan sylkiklút

3 al fódurl. grátt 10 al 00nt gráraud 18/ 3 al- D- raud0000 20/ 1 band_ sinum 1 d- kantabönd 3 00sin vestahn 1 - frakkahn. 1 00 00 raud

12 al hör lereft 12 al vadm lereft 6 al 00sk. bæin b0. 10 al hjarting + 4 al 10 al 0ant fódurlereft 3 al grátt D- 6 al dökkleitt 0irts svart00. 00 10 al graröndótt D. 18/ 6 al ljosneitt raudl af sv. 22/ 1 brandb snúrur 1 D kantaband 3 dous vestahnappa 1 æ frakkahnapp 3 snituklút + 2 3 dokkl. lereptskl 1 raudsápu 1 00si0o bestu s0n0 1 hárgreida 1 s0a0l m 3sad 1 svarta silkibl 1 ullarkambar

Myndir:1234567