Nafn skrár: | SigPal-1861-04-07 |
Dagsetning: | A-1861-04-07 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Br.b.st. 7 Apríl 1861 ástkiæri gódi br. minn! altaf gledja mig bréfin þín fremur enn flestra anara en þó þetta eirna niest af s mands þad var svo lángt eg frétta first þú heldur ad eg eigi hiá þér, þvi þó eg nefni hædsta verd á peisuni, 5 dali, þá er eg hrædd um ad reikníngurin falli á mig, þvi eg hef svo margs bedid þig og þú leist hvad ödru betur af hendi, eru hálfan fimta fiórdúng eins og vant er i þessum kvartilum, en prisnum ferdu nú bestnærri siálfur eg hef helst hugsad 30 sk: pundid, nú tek eg til þakka med þad sem þú heilsu mini miög haganlegur, altaf er sama vedur blídan og blessunarlega bætt úr sárum skorti sem hér var ordín almenur, hér i landeigunum er komid á þridja hundra til hlutar og hefur marg haft gott af þvi, mér þókti hálfvænt um ad eg skrifadi vitlaust i bréfid þitt i vetur um hrossa kiötsátid i landEy: þvi eg ætladi ad bera fréttirnar eins og híng= ad bárust ad 2 bæir væru sem ekki væru farnir ad jeta hrossakjöt en seirna barst þad væri ikt, mikid vildi eg óska ad aumingja Sigg féngi prestakall sem honum yrdi borgnara med enn ad vera á þessum hrakníngi þad er bágt ad vita han altaf i kröggum, mér þikir skrítid ef han er eirn settur til baka af öll= um sem sækja um braud, eda láta han gialda þess þó han vilje leitast vid ad siá firir sér og sínum, Grímsei líst mér ekki illa á og gott hvad betra giæti til tekist Hellnaþ: held eg væri med þvi vesta, ætla þú giætir ekki eins vel flutt mál hans eins og han siálfur þvi hon= um er kostnadur ad ferdini helst ef hún yrdi til forgefins, ekki get eg skilid ad Þ. systir eigi ördugt med efnahag þvi fiármunir Biargar og Þord: mundu lítid rírna þó þær létu hana ekki lída naud af hvurju spar þú ad Johanni Arn asini eg man til hans þad sem eg verd skuldug skal eg senda i haust undir eins og smér= id, þad sem eg nú bid um skal eg reina ad siá um flutníng á og þækti mér best ad þad væru i tilsleignu smierkvartili vertu nú sæll og blessadur og bestkvaddur af okkur öllum þín ætíd elskandi systir S. Pálsdóttir hiartanlega bidjum vid ad heilsa húsbændum þínum lítid get eg bætt úr 12 af medal hörléreft 12 af gott vadmáls lereft 6 al medal hjartíng + 4 al 6 af fódurlereft grátt eda svart 6 al liósleitt 6 al 3 al fódurl. grátt 10 al
|