Nafn skrár:SigPal-1861-06-17
Dagsetning:A-1861-06-17
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 20 Juni send0 qvartil 000 varn000 2 ka0000. 1 ka0000.

Breidab:st. 17 Júni 1861

Elskulegi gódi br. minn!

Eg hafdi firir laungu átt ad vera búin ad þakka þitt góda bréf af 3ia Mai enn hugurin um ad einhvur gódur andi kinni ad verda á ferd sem færdi mér kvartilid hefur aptrad mér þvi, þó hefdi eg sagt þér þakklæti mitt i einum bögli, enn nú, firir þad, sem eg sé af bréfi þínu ad þú ert búin ad höndla firir mig, og ad mestu leiti gera reikninga okkar, og alla mier i hag eins og vant er, kambana þarf eg einhvurn tíma firir veturin enn 3ia dala sialinu sleppi eg first eg fæ 2 önnur, eg skil þad ekki ad þú skrif= ar smierid 50 lb enn mig minir eg sagdi þér ad þad væri ekki meira enn hálfur fimti R.d. ekki hefur þú sett á reikníngin okkar bör00 re000 sem þú sendir mér einu sini

nu fer hédan bóndi af næsta bæ Gudm= undur Jóhanson frá Famstödum han hefur lof= ad mér ad taka kvartilid hiá þér, enn first þér verdur svo driúgt i höndum ad þú seigir eg eigi hiá þér þá atla eg ad bidja þig ad láta þad standa þángad til eg tala vid þig næst, alt er bærilegt af okkur ad frétta sie Skúli vard svo lasin af kvefi ad þad vard hiá honum messufall þegar han atladi ad Confiemera enn gat þad þó næsta sunudag eptir med þeirri tilhialp mansins mins ad han stie í stólin firir han, á kóngsbænadagin eignad= ist G. dóttir m: son sem hún lét heita Skúla i höfidid á fóstra sínum, han er frídur og efnilegur enn þá, vertu nú svo viljugur i vedurblíduni i sum= ar ad koma til okkar hérna ad fá þér skiepnu eg skal rina þad til þín ad senda þér hest ad rída og koma þér á bakkan aptur heim i leid og þá sér Thorgrímsen um þig sudur berdu ástarkvedju okkar húsbændum þínum og siálfan þig kvedjum vid öll kiærlegast

þin ætid elsk systir

S. Pálsdóttir

S:T: herra Studjósus P: Pálsson á Reykjavik

fylgja 2 krukkur

Myndir:12