Nafn skrár:SigPal-1861-06-26
Dagsetning:A-1861-06-26
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 1 Juli 61

Breidab.st. 26 Júni 1861

Elskulegi gódi br. minn!

Nú er þá kvartilid komid med bestu skilum alt i þvi óskémt og krukkurnar med heilu og höldnu og seigi eg þér bestu þökk br.m.g. firir alla firirhöfn og útveg= ur og líka þitt kiærkomna tilskrif héreptir líkudu mér best af þvi sem þú kieptir eg annars alt vel, enn á smá= klútunum 6 og siölunum sá eg ad kaup= menirnir höfdu bodid þér rétt af sama tæi og þeir eru vanir ad tína í mig enn þeir voru þá ekki heldur mikils virdi og alt geingur nú út sem kémst i höndurnar á mér, ekki þarftu samt ad hugsa firir ad bæta neinu af þessslags vid mig núna, þvi husmódir þin sá svo

um ad mig skildi ekki mikid vanta og get eg ekki skilid i hvurnin hún fór ad hitta á ad senda mér þad sem eg helst þarnadist firir eg hafdi bedid um flest af þvi á bakkanum i vor enn ekki féngid, og getur þú þvi nærri hvad mér kom þad vel, eins og adrar velgiörd= ir húsbænda þina sem eg hef reint svo léngi og bid eg þig bera þeim mína bestu þökk og ástarkvedju, hvad getur þú sagt mér núna af frændkonu okkar mér leidist svo mikid ad fá aungva línu frá heni med bakkaskipunum eins og vant er Biörn Peturson frændi okkar var hér nott aungva línu færdi hann mér frá siskinum okkar enn eg spurdi hann vel og vandlega og fræddist um sumt enn fátt gott, dável held eg nya syslumaninum okkar gángi ad fá vetur= vist i nágrenninu vid okkur hérna þad er ad seigja ef han er ógiptur, Skúli

læknir var sóktur austur i medalland ad sikja yfir konu og hafdi hún verid búin ad kéna látta sótta i viku og miög strángvari 2 daga þegar á stad var farid reid sendimadurin á 3ur hestum og gerdi þá alla uppgefna i 14 klukkutíma ad Móeidarh: sofnadi þar ástiettini þegar han hafdi skilad eríndunum Skúli var þá nykomin heim úr læknaferd og hafdi vakad 2 dægur jarnadi han besta hest sin og bió ferd sina vakti sídan förunaut sin og fór á stad fréttum vid seinast til þeirra á Sólheimum og hafdi geing= id heldur tregt ad fá hesta, tími er komin til ad han væri komin aptur hefdi alt geingid skaplega enn ekki væri samt ferda þó han þirti ad sofna eda hvila sig einhvurstadar, þad er annars ótrú= legt hvad sá madur heldur út nú bid eg B. assesors frænda firir sedil þenan og á honum ad filgja kudúngur sem eg bid þig gera svo vel ad taka af mér og láta búa úr

honum Tóbaksdósir anadhvurt utan lands eda innan kanskie sídur hér, því kanskie þeir sem betur kuna giætu einsvel brúkad nysilfur ef eins mætti gilla þad þvi eg hugsa til ad lok og um= giörd sé úr silfri med gillíngu inan i annars vildi eg dósirnar svo stórar sem mögulega giætu ordid og heldur vandadar enn þad sem meira þirti ad seigja firir þeim verd eg ad bidja þig um ad hafa vit firir mér og flita þvi ef giætir, vid kvedjum þig öll stór og smá á ástsamlegast

þín ætid elsk: systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12