Nafn skrár:SigPal-1861-08-01
Dagsetning:A-1861-08-01
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 7 Sept 61 sendir kvartilin med s000u loki

Br.b.stad 1 Agust 1861

hiartkiæri gódi br. min!

aumíngja syslumans rolan okkar er ad flækjast milli mana og vill eingin hafa han, enn hvad kémur til þess ad allir syslum eru ordnir nidur setníngar mig lángar til ad eg giæti hiálpad hon= um, enn eg held honum þækti þrau= ngt um sig hérna upp á loptinu hiá mér, eg get þá líka anad ef hann væri svo mindar legur ad geta búid ad selja honum stórób hvol borga aungvan skildíng láta Jördina standa i fanti og borga rentu af peníngunum han giæti snarad burt kotonum eptir hend ini og eptir þvi sem búskapur hans stækkadi, enn han verdur þá ad útvega sér duglega búk enn ef eg tek þad þá ekki ad mér líka

eg er raunar ekki farin ad siá han en þá og aungvum anan hafa komid þessi speki i hug enn þad gerir nú ekkert til, han var hér i nott og sie Sk fór med honum inn alla hlíd ad Barkastödum han talar svo vel um þig ad þad er makalaust og eins og þú hefdir verid velgiörda madur hans alla hans æfi nú fer eg ad þakka þér kiær= lega bréfid þitt af 1.Júli enn hafdi ekkert til ad skrifa þér og þvi for eg ad ramsa þessa vitleisu eg er nú med frískasta móti og var heila viku i ferd= alægi first út ad Selalæk svo nottina i Odda i gódu yfirlæti framundir kvöld dægin eptir þá fylgdi prófastur mér ad Mo.h. þar var eg 4 nætur svo filgdi Ragnh mín mér heim Madurin m er líka

med frískara slag innlögdu bréfi til Þ systur bid eg þig koma á Biörn frænda berdu ástar kvedju okkar húsbændum þínum, vid öll skildfólk= id i einum hóp kvedjum þig ástsam legast

þin ætid elsk: systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12