Nafn skrár:SigPal-1861-09-27
Dagsetning:A-1861-09-27
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 3 Oct.

Br.b.stad 24 Sept 1861

Ástkiæri gódi br. min!

Fyrst ferdin fellu hédan bein= líniss med vinnumönum sem flit= ja sig til vers þikir mér vel til fall= id ad þakka þitt góda og kiærkomna tilskrif og sendíngu med syslum. okk= ar, sem mér líkadi hvad ödru betur eins og alt anad frá þini hendi br.m.g., dósirnar þóktu mér svo snot= rar ad bædi eg, og sá sem þiggja átti sem var ser Sk. Téngdasonur m. erum miög vel ánægd med þær, eg gef hon= um þær i líksaungs eýririn eptir mig, svo ekki er þad eptir sem af er, ekki held eg yrdi miög tregt um ad losa einhvurn krókin sem lífvænt væri i ef þú þirtir med br.m.g. þvi þó þú þikist þurfa ödrum léngra rúmid þá er vonandi ad minna sækti ad þér

enn syslumani og þess vegna nædis= samara ad hafa þig i húsunum, eg held þér sé eins og mér firir mestu ad hafa húsin hly og frekklaus eptir þvi sem þú skrifar mér hvad snema hafi komid i þig kuldabólgan og þikir mér hætt vid ad þú hafir einhvurntíma til forna bodid þér nógu mikin kulda, og verdur þú þvi ad hugsa eptir ad búa þeim mun betur ad þér núna, á dögunum skrifadi eg þér línu og sendi ásamt kvartilinu þinu, og dalitlum segldúks poka á bakkan þvi Petur var búin ad lofa mér ad koma þvi med skilum til þín og þikir mér slæmt ef þad hefur brugdist eda skémst þad sem i pokanum átti ad vera, barnaveikin er ekki gódur gestur hún er farin ad stínga sér nidur i inn= hlídini, snögglega bar ad dauda Blöndals han lá rúmfastur eirn dag, enn um hálfan mánud lasin enn altaf klæddist han ser Skúli hélt eptir han rædu og hafdi firir teksta (drottin er sá sem dæmir mig) ser Steffan Steffensen

er ad filgja Ekkju hans sudur ad ytra Hólmi til fóstru henar sem hún vill setjast ad hiá, okkur hérna lídur öllum lídur bærilega Ragnh: min hefur ödru hvurju verid lasin i sumar, ekkert frétti eg af Töntu okkar gömlu, eg skrif= adi heni á lestunum i sumar og veit ekki hvurt hún hefur féngid þad ástsamlega bidjum vid ad heilsa gódu hús= bændum þínum, og óskum til lukku og bless= unar nyu hiónunum sem þú minist á frænd og mágafólkid stórt og smátt bidur kiærlega ad heilsa þér, gud gefi þér lídi ætíd vel

þín sannelskandi systir

S. Pálsdóttir

láttu mig vita ef húsmódir þín eda þú vildud þiggja eitthvurt vinu fólk af mér i vetur

Myndir:12