Nafn skrár:SigPal-1862-02-25
Dagsetning:A-1862-02-25
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 14 Mars 62 00 16 _

Breidabólst: 25 feb: 1862

hiartkiæri godi br. minn!

Ekki man eg hvad mörg elskuleg og kiærkomin tilskrif eg hef ad þakka þér enn þad seinasta af 14 dec nu er eg hræddur þú hefir látid mig gialda leti minar þegar póstur var seinast á ferd, enn hvurnin á eg br.m.g. ad innvina mér ad siá sem opt= ast línu frá þér, ödru enn ad skrifa þér aptur, þvi mig bagar bædi letin og efnisleisid, enn þú hefur nóg af öllu til þess, þó eg safni safni svona léngi i sarpin verdur litid anad brefsefnid enn ad seigja þér ad mér og öllu hiski mínu lidur vel bessud vedurblidan gérir mann lika hress= an og heilsugódan þvi valla má heita ad hafi hemad á palli nema þegar 0rskörin braut löppina á syslum: okkar hann mun nú ad mestu heill af þvi, ser Skúli sat hiá honum i viku ad þræta i óklárudu reikníngarrusli eptir Blöndal einhvurntíma skrifadir þú mér svo margt lidugt af prestaköllunum þvi sækir nú ekki S.g br. okkar eda er hann af baki dottin med þad, eg er optast von ad seigja þér eitthvad

sem á hrærir búskapin þó han sé ordin lít= ill þar sem eg á hlut ad þó má geta þess ad k00in mín er firir skömu borin og komst á 15 merkur i mál, hér var óhepni med fied i haust þaug mistu 17 ær ur pestini hér er anars land lítid firir kindur eins og þad hefur verid brúk= ad i 200 eda 300 prestatid, ekkert firir framan þve0 á enn eg held s00 Sk sé hugur á ad taka ad brúka aurana þad allrfresta firir fé, og hross vetur og sumar, flókastada á hleipti han á stórt ó vættarstikki af túninu og fram um eingar tún er bædi stórt og snokt og fult med óræktar mosa enda vill hann med öllu moti leitast vid ad bæta þad i flórnum lét han géra vilpu sem borid er úr 2ar i viku og hlandfor firir nord= an bæ med nádhúsi yfir og er þad eina i sysluni verdur þetta mikill áburdarauki, hér þókti vel híst enn þó þarf i vor ad taka badstofuna hiall og skému, mér fanst hér i vor allgódur og ekki lángt frá og var mikil bót ad þvi, eg vona þú vorkenir mér nú br m g þó eg skrifi skialdan þegar þad getur ekki verid fródlegra enn um tún áburdin

mig lángar til ad bidja þig líkt og i firra ad kaupa firir mig þad lítid eg þarf af krami þvi þo mér þiki slæmt ad géra þér ómak med öllu kvakki mínu þá hef eg aungvan þar sidra ad bidja þess, enn á bakkanum er kram bædi dirt og slæmt, hvurt þad væri tekid hiá spekulöm= um eda ödrum gætum vid hægast borgad i fiski úr selvogi fluttum til hafnarfiardar annad hvurt annlát0nn eda g00idum hiá Hans sivertsen enn væri þér þetta meira ómak getum vid eins borgad i peníngum, líka lángar mig til ad bidja þig kaupa eda láta smida firir okkur 6 sylf= urskeidar laglegar en ekki þingri enn frá 3 til 4ur lód hvur, ekkert liggur á þessu, eins og eg sendi ekki heldur betalíngin ad þessu sinni nú sá eg ad syslum: er staulfær þvi hann er nyfarin hédan austur undir fiöll, altaf er 0ustirrádid i Va0dal ad berja nestid og finst sér heldur þingja enn létta vid lækna tilraunirnar, nú ætla eg ekki ad bióda þér meira af svo gódu heldur bidja þig velvird= íngar á þvi, med ástarkvedju til húsbænda þinna og óskum ad ykkur lídi ætíd sem best

er eg ætíd þín elsk: systir

S. Pálsdóttir

dætur mínar bidja ad heilsa þér

Myndir:12