Nafn skrár: | SigPal-1862-07-20 |
Dagsetning: | A-1862-07-20 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Br.b.st. 20 Júli 1862 Ástkiæri gódi br. minn! þó ekki sé nú vid fréttirnar ad bæta þar sem Sg. br okkar færir þér þær bædi af mér og ödrum þá má þó ekki minna enn eg med honum þakki þér hiartanlegast tilskrifid og alt umstang þitt med Ben ieg þóktist vakna vid gódan draum i firri nótt þegar eg var vakin med þvi ad Sg beidd= ist giftíngar, eg var ordin hreint vonlaus um ha madurin m. er mikid ánægdur med úrin enn mér líst á hvurugt betur enn mitt litla sem er i ad gerd og hann vill selja, þad má heita sorg= ar hús hiá okkur bædi börnin lögd= ust i einu hættulega, nöfnu mini batnadi eptir nokkra daga enn dreingurin i aungvum aptur bata þú getur nærri hvada siónarsviptir er i svo frábrugdnu og efnilegu barni enn eg geing svo kunuglega ad þessu öllu rétt eins og askinum mín= um, nú hætti eg i þetta sinn þín ætid elsk systir S. Pálsdóttir smérkvartilid stendur til búid og bídur birjar, eg bad Sg ad kaupa firir mig smá veigis og ef han féngi þad bid eg þig ad gera svo vel og leggja út min vegna 2 eda 3 dala virdi S. T. herra stúdent Páli Pálssini Reikjavík |