Nafn skrár:SigPal-1862-11-22
Dagsetning:A-1862-11-22
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 11 Janr. 62

Breidab.st. 22 No br 1862

Ástkiæri gódi br. minn!

bréfin þín og allar sendíngarn ar med Sölm: i haust þakka eg þér nú hiartanlegast mér pössudu svo vel skórnir sem þú sendir mér ad eg hef fulla trú á ad þú hafir saumad þá siálfur, og þér til studnings kunad söguna af Jóla sveininum, sem taladi til hús= módirinar a nokkrum þá hún var ad snída heimilisfólki sínu jólaskóna, gefdu mér klædi á fótin þad má vera kringlótt eins og kierald= botn, hún skar skiæklana af saud= skinni og fleigdi ofaná badstofu= gólfid og hvarf þad strags eins og skórnir voru mátulegir á siddina eru þeir líka fullheitir, léreptid sem þú sendir var mér sem þénanlegast og valla mun

þad fást med jafngódu verdi ad sumri, svo ef eg væri sparsöm gæti eg sparad mér lereptakaup =in ad sumri líka vegna þess ad hún módir þín hugsadi svo vitlega firir skirtunum mínum, altaf verdur smiervigtin rífari hiá þér enn mér eg get ekki 0égt hana nema i 44 0d._ vid erum öll frísk og lídur vel þad er valla neitt sem minir mig á mínar gömlu þiáníngar nema svefnleisid heimsækir mig endur og sinum og þikir mér þad ætíd ó= þægilegur géstur, i dag er vedur= blida og væri óskandi ad gud gæfi ad yrdi úr þvi varanlegur bati, þvi þó ekki sé lángt af vetrinum er han vida talsvert búin ad kreppa ad sképnum og allir búnir ad skéra þær sér til mesta skada vel reinist hér sumar feingna 00adan þó hún væri lítil kyrnar 4 sem bornar eru miólka i besta lægi sé firsta 16 an merkur svo 19 svo 12 svo 11 enn ekki hafa þær rétt vel haldid

á sér og er þad ad kéna illvidrun um, fied var strags eptir réttir rekid fram yfir þverá og passad á aurunum og hefur þad vel gefist og þar aldrei haglaust þó opt hafi hreint tekid firir þá hér fyrir ofan ána, ad sumri bist eg vid þar verdi reind selstada og beitin yrdi þá ekki eins hætt= uleg þegar hús og skýli væru næg, ógiörda get eg sagt þér af hvalnum sem kvu hafa rekid á Nes fjöru i selvogi, þvi þeir eru ekki enn komnir sem hafa umsión um rekan en breist hefur flugufregn ad han hefdi verid án 4a eda um 400 dali, lítid kanast eg vid af grilukvædunum þínum nema þad 1a hér er komin grila úr gjægis= hól, man eg ad amma okkar kendi okkur og get eg nú lesid þad upp þvi eg var búin ad gleima þvi ofurlitlu get eg bætt vid um leid og eg sendi þér blödin aptur ef

þú vilt af krumakvædinu gefdu mer bita af bordum þínum, og læt= ur þú mig þá vita þad, nú atla eg eins og vant er ad bidja þig ad forláta mér laungu vitleisuna og kvedja þig ásamt öllum mín= um bestu farsældar óskum, berdu gódu húsbændum þínum ást= ar kvedjur mína

þín ætíd elsk: systir

S. Pálsdóttir

umlögdu bréfi bid eg þig koma til skila

Myndir:12