Nafn skrár:SigPal-1863-02-22
Dagsetning:A-1863-02-22
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 1900 Marh.

Breidab.st. 22 Febr 1863

ástkiæri gódi br. minn!

Nú hef eg ekkert ad skrifa þér med honum Bensa okkar anad eg þakka þér svolítin enn þó einkar kiær komin sedil af 11 Jan. þad liggur nærri vid ad þú setjir mér þrautir nefnl ad hugnast húsmódir þini firir skóna, þvi er eg óvön og er þad þó ekki af tómu viljaleisi hinu er eg vanari ad hún hugn ist mer og þad hefur hún nú gért sem firri bid eg þig nú bera heni ástar þökk mína firir þetta sein ast anad, mikid gérdir þú mér vel til br.m.g. ef einhvur hlutur væri svo lítilfiörlegur til sem húsmódir þini kini ad koma vel og eg látid úti, ad þú letir mig vita þad, mikid er mig farid ad lánga eptir vedurbatanum

þad er ordid óskémtun ad nokk= ur komi á bæin þvi úr öllum átt= um eru ótídnidi med skepnu= höld ad frétta, þú munt nú vera búin ad fá frá mér sedil og böggul sem eg sendi á bakkan firir laungu, þad var svo fult áf margri slegu bóna kvabbi ad þú hefur mátt taka á þolin= mædini, ef husbóndi þinn eda þú hugsudu til mín med kom= móduna þá þikir mér mikid i varid ad þad væru Eikarskuff= ur i heni og ef hagur heldi á, og keipti brúkada og geingna úr mód þá er ekki víst hún væri svo dyr, þó hún væri nokkud vondud altaf er eg ad elta 0ep0 irgarns böggulin min ser Gisli pindi strakin til sagna og var þá vidurkeníng hans ad han hefdi látid böggulin filgja med bréfi sem han hefdi

verid med til Gisla i Kaldarholti frá Arna sini hans Gisli er gam= all kuníngi min svo eg skrifadi honum ad koma til skila bögli mínum ef fundum þeirra bæri saman nú atla eg ekki ad rugla meira i þetta sinn enn kvedja þig óskum als góds og bidja þig bera hús= bændum þínum astar kvedju

frá þini ætíd elsk. systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12