Nafn skrár:SigPal-1863-06-29
Dagsetning:A-1863-06-29
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

00 2 Jul 0 sv 3 Juli 00000 þ0 send0 qvartil. med nafni T.

Br.b.st. 29 Juni 1863

astkiæri gódi br.!

Eg á nú i minsta lægi erindi vid þig núna enn þó er þad altaf eitthvad, first ad þakka þér eptir vana kiærkomid tilskrif med dóttur m. vænt hefdi mér nú þókt um hefdi eg getad verid i henar stad ad siá og tala vid þig, þvi þad seigi eg þér satt, ad hvar sem þú vær= ir, ekki léngra frá enn þú ert, bæri eg mig ad komast til þín enn i R.v. get eg ekki komid sídan eg misti þadan frændk: okkar, eg fékk núna bréf frá heni med bakkaskipinu og líd= ur heni vid þad vanalega hún er altaf ad amstrast med þad ad þú komir til mín, þvi þú mundir hafa gott af hreifíng= uni, hiartanlegast bid eg

ad heilsa húsbændum þínum og vil eins þakklátlega þiggja henar góda tilbod þegar mér liggur á þó eg i aung= vu geti endurgoldid útlát henar og gódvilja vid mig, Eg sendi þér 2 óníta hringi og bid þig láta smída úr þeim eirn sterkan og fall= egan han má giarnan kosta nokkud, þvi R. dóttur m sem á altsaman hefur nógu breitt bakid ad bera þad, kvartil= id þækti mér gott ad fá þvi þad er mesti hugur i mér ad borga vonina i komóduni mini i tómu smeri, mad= urin m. sendir þér, ekki smávap= in sedil med syslum. okkar._ vertu nú sæll og friskur br.m.g. G dóttir m. þakkar þér firir sídast

þín ætíd elsk. systir

S. Pálsdóttir

S.T. herra student Páll Pálsson í Reykjavík

Myndir:12