Nafn skrár:SigPal-1863-09-23
Dagsetning:A-1863-09-23
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 2 Ocb. 63

Br.b.st. 23 Sept 1863

ástkiæri gódi br. min!

I giærdag komu hiónin frá Móeidarh. med St., syslum. okkar hafdi skilad henni til þeirra, ekki einúngis med heilu og höldnu, heldur sem eptir lætis barni sínu, og hefur hún vist notid þín, þad er skrítid af Biörg Fóstru hennar ad reka hana nauduga svona lángt frá sér og þad til mín þvi eg held hvurug okkar þurfi anarar, þó vona eg vid iöfnum okkur núna fyrst til vorsins hvad sem léng= ur verdur, hún færdi mér bréf frá þér og fleirum og þakka eg ekkert þeirra i þetta skipti nema þitt ástsamlegast eins og vant er br.m.g. þad er aldrei svo lítill sedill frá þér ad eg verdi ei honum feigin. _ á Sunud: var komu 2 vinnumenn ser Svb. med Commóduna mína innpakkada i mottur og hey, enn af þeim bundna i bagga og þess= vegna lítid knúsada á brúnunum sem eru

innlagt i utan á skrifad bréf bid eg þig skrifa utan á til frændkonu okkar og siá um þad komust med vissri ferd ad setja dala töluna á þad vertu sæll

lítil líti leidbeiníngar sedill fylgdi heni fra sira Br. og sagdist han fyrir bón húsbónda þíns hafa veitt henni móttöku og kom heni med bestu ferd i land og til s00 Svb., Comm. er ny væn og falleg og eg rétt eins ánægd med hana, eins og adrar útvegur og útréttin= ar ykkar húsbónda þins fyrir mig, nú bid eg þig bera honum 00 astar kvedju mína og bestu þakkir fyrir þetta sem alt anad, og þig bid eg standa fyrir borgun mini þóekki eigi eg svo mik. id hiá þér enda þó kvartilid væri komid frá M. sem eg gat um vid þig i sumar, þá skal eg sem fliótast eg get bæta vid, eg er hálf lasin núna þvi eg sofnadi aungvan dúr i nott sá leidinda kvilli heimsækir mig opt, anars lídur okkur öllu hiski þínu yfir höfud vel, i næsta skipti atla eg ad ramsa meira vertu bestir br.m. kiærlegast kvaddur af mér og öllu frændfólkinu óskum als góds

þín ætid elsk. systir

S. Pálsdóttir

Olafur Erlendsson sem hér hefur verid kaupar madur i sumar bid eg færa þér sedil þenan og á honum ad fylgja ostkringla og misug0ur i krukku hvurnin sem heni reidir af, þetta bid eg þig med ástarkvedju mini og forláts bón ad fá húsm þinni

þín S.P.

Myndir:12