Nafn skrár:SigPal-1863-11-21
Dagsetning:A-1863-11-21
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 3 Janr. 64 S f. um N. 0 og 00l0gatan med0000 fra siverts0

Breidab.st. 21 Novbr 1863

ástkiæri gódi br. min!

Léngi var bréfid þit af 2 octb. á ferdini þad kom hingad 5 Nob. og þakka eg þér innilega fyrir þad þvi bædi vard eg fégin eptir svo láng= an tíma ad heira ad ykkur lídi bæri= lega, og ad lítilrædid sem eg sendi í haust væri komid til skila, hvur= ugum maninum atladist eg til ad þirfti ad borga flutníngs kaup þvi eg þóktist eíga anan eins greida ad bádum, enn þad er best eins og þú drepur á ad hugsa eptir þvi fram= veigis, Eg for svo fliótt yfir lísing á Com= óduni mini, þvi eg hafdi ekki meir en svo vit á hvurnin hún var úr gardi gerd, nú hef eg sínt hana smid sem sagdi ad hún væri öll úr greni inlögd

enn eik i skúffu botnunum og hlidun= um svo eg er hrædd um ad i sveita húsun= um verdi hún ekki léngi eins fögur og hún skín, þó eg i raunini beri aung= um kvíd baga firir þvi, Mér vard hálf hverft vid þegar St. frænda okkar vatt fram í svarta mirkri um háttatíma i haust mér þókti nóg um hraknínga St.f.n. þó hans bættist ekki vid, lakast þókti mér, eptir sem han sagdi ad han væri falin á hendur S. Skúlasini og þad án nokkurs umtals hvad han skildi eda vildi taka fyrir ad géra, einasta traust mitt var hans vegna til þín og líka syslum. Sverrisins hefdi han fengid sér veturvist í R.v eins og han hálfvigis gerdi rád fyrir, han skildi hér eptir betri hestin sin, ad hvurju sem þad verdur þegar St.f.n. 3 voru komnir ádur, þvi eg er ekki áhrædd um ad meigi segja um heygardana náúngans ad þeir verdi valtastir vina, mig lángar til ad heira hvurnin St lídur, hvurnin þér list á han, og til hvurs þú heldur ad han sé

best fallin, alt sem eg rádlagdi honum, var ad leita þina ráda og filgja þeim, G. dóttir m eígn= adist son 30 Oct.b. var skírdur 5 No.b. Steffán eptir br. okkar sal: han er ordin veikur svo eg er hrædd um ad han hafi þad af nafni ad kémba ekki hærurn= ar, madurin m. bidur ad heilsa þér og bidur þig taka handa sér 6. N. 0. hiá prófessórnum og gætu þaug borgast á sínum tíma med rentu= peníngum, flutníngin sér han um vid tækifæri lika bidur han þig koma inlögd= u biskups bréfi á skrifstofu hans, helst ekki firri enn þan 31 Decb. frændfólkid bidur alt ad heilsa þér, ad St.f.n. gedjast mér vel i alla stadi, hún spinur nú þrád af kappi og ber vel leidindin eptir kaupstadarlífid, gagnslaus er heni vera sín hiá mér, og vildi eg óska ad hún féngi gódan samastad sem heni væri hent= ugri til ad geta verid svo upp biggileg sem hún hefur hæfilegleika til, búin er veturin ad sína sig hardan og haglítin og er heldur hardínda hliód komid i okkur gamla fólkid, eg vildi samt óska ad han færi ekki ad leggjast á veiku heilsuna þína og spilla heni enn meir, vid erum öll frisk núna nema hvad eg er opt vangiæf med svefnin, vertu nú sæll gódi br. m og virtu vel ruglid og rissid med ástarkvedju til húsbæn= da þína,

er eg ætíd þín elsk. systir S. Pálsdóttir

Myndir:12