Nafn skrár: | SigPal-1864-04-19 |
Dagsetning: | A-1864-04-19 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breid.b.st. 19 April 1864 ástiæri gódi br. minn! Eg mun hafa skrifad þér seinast med Bensa og þá vellídan mína, enn þá skipti snögglega um heilsu far mitt, eg vard miög þúngt hald= in af mínum gömlu veikindum og gerdi út fyrir bríngspölunum eins og firri med grófum graptrar útgángi, nú er han samt hættur og eg þvíngunar lítid á róli, enn ofur léttvæg til vinunar, Eg hef 2 kiærkomin tilskrif ad þakka þér þvi firra filgdi grafskript á æfi minni eins og þegar ljód mælin mín komu á Þ.d. og hefdu ekki Hvítsídíngar mínir átt i hlut skildi eg hafa þakkad þeim fyrir greidan._ skrítin var St: med á= kafan i ad sigla og lítur svo út ad han hafi ekki þókst þurfa ad fá adra til ad rida sínu, hann hafi viljad géra þad siálfur, mikid er farid ad bridda hér i syslu á enn ekki vid sveitavinu sem hún hefur aldrei vanist, eg kalla hana búna ad læra ullarvinnu i gódu lægi, enn útivinu get eg ekki atlast til hún fari ad læra eda gánga i hiá ödrum, eg hef kunad mikid vel vid hana, og álít hana hafa góda eiginlegleika, gáfud og skémtileg og vel ad sér til mun þín ætíd elsk systir S. Pálsdóttir S T herra Studjósus P Pálsson á Reykjavik |