Nafn skrár:SigPal-1864-11-04
Dagsetning:A-1864-11-04
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 8 Dec 64

Br.b.st. 4 No.b. 1864

ástkiæri gódi br. minn!

Eg tek svona stórt bréf til þvi þad á ad færa þér svo stórt og innilegt þakklæti mitt firir 2 eda 3 kiærkomin bréf þín þad seinasta af 14 Oct, bréfin þín gledja mig ætíd og ekki sést medan eg fæ ad frétta úr þínu húsi sömu bærilega lídan, eg vona ad giktar stíngurin hafi hvarflad frá sem þú ség= ist hafa i brióstinu, og þú keppist nú vid blessadan góda veturin ad vera heilsugód= ur og leidi svo af þvi ad þú skröltir austur til okkar i sumar þvi þó gisla gráni væri stein daudur mundir þú ekki þurfa ad berja vid hest leisinu, rád höfum nú til skémtunar kríngum bæin sólejur fíbla og bidukollur, renda gledur fólkid sig i lík= legasta lægi þvi ser Skúli er búin ad gipta i haust 4 hión, Skúli læknir brá sér firir skömu austur á Sídu Arni Syslum. sendi eptir honum hann var þúnglega haldin af Tanpínu og þar af fliótandi höfudveiki

enn hafdi þó von um bata eptir ad Skúli skildi han af med 2 jaxla sem farid var ad grafa i kríngum, ekki er St. svo frændrækin ad han skrifi mér og lítid gagn hafdi eg af komu hans i haust med ad frétta ad austan þvi þeir samferdamenn hans stódu hér lítid vid og ekki hafdi han neina línu til mín frá mód= ur sinni enda mun hún ekki hafa hapt mikid gledilegt ad seigja af búskapar basli sínu first madur hennar greip til þess mikla forstands ad géra félagsbú vid B. Skúlason eg er hrædd um ad alt kvedist meira nidur enn upp hiá B. mági hvad sniall sem hann svo er, gott og gledilegt þikir mér þad sem þú skrifar mér af hepni St. og veit eg vel hvurs han hefur notid til þessa og vildi eg óska ad gud giæfi honum fram= veigis ad geta notid siálfs síns, Mér þikir óþarfi br.m.g. ad þú marg itrekir i hvurju eg vilji borgan firir smierdúnkin þar eg hef til þessa svikist um skildu og loford mitt ad senda þér sem first þá 10 dali sem þú lánadir mér i vor og þækti mér gott ef kvartilid jafn= adi reiknínga okkar ásamt úrad gerdini firir Manin m. sem eg hef lofad honum ad borga þér, Nú er eg ordin svo kát og

blídmörs rík ad þó þú værir hiá mér vetur vistar madur þá skildi þig mina bersta enn han Grettir á Reikhólum, nú eigum vid til gaungu híá kalli i Auraseli 20 saudi enn hvurki lömb nie ær þvi okkur bætast þær fleiri enn vid viljum i landskuld_ ir á vorin, Stefania skrifar mér tóma á= nægju i als tilliti af heimili sinu og er altaf gott medan gódu náir, heldur kom heni gódar þarfir stærri hríngurin sem þú sendir henni, þvi hún gaf ser Skúla han i pássunartollin þegar hann var búin ad afneita peníngum hiá mani henar, rétt getur þú til mín ad aldrei hef eg verid sierlega gefin firir gullid, þó hefdi eg gaman af ad vita hvad lítill kvenstásshringur kostadi líkur eda eins og sá sem H: Jonsen gaf dott ur sini Soffíu þegar hún giptist eg hef nú aungvu ad bæta vid þetta lióta og leidinlega bréf nema vellídan okkar og all gódri heilsu og ástarkvedju til gódu húsbænda þinna ásamt innilegri ósk minni til ykkar allra um vellídan og ánægju i vetur og ætíd

þín sannelsk. systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12