Nafn skrár:SigPal-1865-04-16
Dagsetning:A-1865-04-16
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 8 Mai 28. Mai sendir 2 gulldemanthringar med 0ei0b000 mey00 uppa 8+8=16d og skilagrein 000 la00 I fyrra s000d Stephaniu 0000 systir m. 10 verd annars hringsins frágeng00 s0000d 00 i fyrra

Br.b.st. 16 April 65

hiartkiæri gódi br. minn!

Eg vona ad ekki heiti helgispiöll þó eg by ei sed= il til þín á páskadagskvöldid enda þó han verdi ó= merkilegur og efnislítill eins og vant er, mér var mikid farid ad leidast eptir ad frétta af þér br.m.g. og úr þínu húsi og gladdi mig þvi heldur bréfid þitt med póstinum sem eg sé af ykkar sömu vel lídan mér þikir nú gott ad frétta heilsu þína ad eins bærilega, þvi gódri vona eg valla eptir, ekki er víst ad kládin á fótum þínum sé ils viti enn eg held ad bædi biúgurin og hann or= =sakist af slæmum vessum, og gikt, og held eg væri reinandi ad setja baun i fæturnar, eins og þær eru helst hafdar um sokkabandsstad, ætli þær hefdu nú ekki verid þér eins hellar i first= unni eins og bödin á fótunum sem dreigid hafa ur alt holt, ekki hef eg getad talad um þetta vid Sk læ= knir, þvi han hefur ekki, þó hann ætli sér, tíma til ad koma hingad, hann er um alt út og austur

og á sér valla frid, eg veit þér muni fyrst detta i hug ad hlægja ad rádleggíngunum mínum þar sem þú hafir adrar heldur líklegri nær þér, enn ekki er ad vita ad hvurju barni gagn verdur og þar sem um heilsu þína er ad géra get eg ekki stilt mig um ad seigja þér ekki þad sem mér dett= ur i hug; mér hefur lidid ad öllu svo vel i vetur ad eg hálf sé eptir ad hann er þegar lidin eg hef aldrei legid rúmföst og allir mínir friskir og ánægdir l.s.g og gefi okkur aptur sumarid blessad og farsælt, frá aumíngja Þ systir okkar var anar sedillin sem eg fékk hún var angurbitin, sem von var af missir dottir sinnar enn þó stilli= lega eins og hún á vanda til, eg vildi hún væri horfin til mín, enn Páll biggi þir á Eiólfst. Sigg. sínist mér vera ordin gildur bóndi og væri betur honum lánadist þad, lítin reikning geri eg uppá arf eptir födur sistir okkar, vid höfum siskinin aldrei verid arfsæl og sist þar sem fiármunir afa okkar Gudm ríka hafa verid ödrumeigin annars hef eg heirt ad Sigr. þessi hafi ætlad systursonum sínum Þorarinum og Steffani Jónssonum þorarinssonar allan arf eptir sig, þad er gott ad þú sigir biskupin á bataveigi

eg held þad veitti ekki af ad hann færi ad sitja brúd= kaup sonar síns, sem sagt er ad standi til med frú Hafstein þvi eptir sem sagan sagdi i vetur veitir valla af ad Halfh presturin bæti rád sitt, vinnufólk= id hans hafdi ekki haldist vid heimilid þegar hann var firir sunan i vetur, fyrir biargarleisi og 000= =ar búreglur þikir hann hafa óvanalegar svo sem ad skéra kyr af heiunum til ad geta alid 4 Reid= hesta, hafa þá i eirni nyu stofunni og gefa þeim á stallin 4 kirm risa í eínu, enn standa i for uppi hnje o.s.f.v. mikid betra ord liggur á búskap syslum: okkar rádskonan fer samt frá honum i vor enn þad vest ad grunur er á ad hann muni ekki skipta um til betra; daudin tók ser B.v. frá sínu konulausa búskapar basli sem altaf fór heldur vesnandi þó aldrei væri beisid._ aungva línu skrifar Stebbi frændi mér hvad verdur af honum í vor bentu mér til ad koma á han línu ef han fer austur, forláttu alt óþarfa bullid berdu húsbændum þínum ástar kvedju mína gud blessi ykur i sumar og ætid

þín sanelsk systir

S. Pálsdóttir

S T herra Studjosus P: Pálsson á Reykjavik

Myndir:12