Nafn skrár:SigPal-1865-06-24
Dagsetning:A-1865-06-24
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 1 Juli send0 qvartilid med nya i 0 braudbl000has0i

Breidab:st. 24 júni 1865

ástkiæri gódi br. minn!

Eg gríp nú fyrstu ferdina sem eg næ i til R.v. ad þakka þín 2 kiærkomin og elskuleg tilskrif þad firra af 8 mai þad sídara af 28 00 og þvi fylgandi einkar kiærkomna sendíngu bædi mér og ekki sídur þeim sem henar nutu, okkur þókti skrítn= ast hvad þú gast nákvæmlega atlast á mismunin og hvuri firir sig mátulegan R sá mini G. sá stærri og þökkum vid þér allar 3 sem best vid kunum ieg ekki einúngis útvegurnar heldur líka giafirnar sem mér voru kiærkomnar eins og alt frá þini hendi þvi þad hefur ordid mér alt ad láni og ánægju sem þú hefur gért firir mig, og komid i vana firir mér ad þiggja af þér endur= gialdslaust, enn þad er samt ekki af ödru enn þvi ad viljin er ekki einhlítur þessa skuld sem þú svo sem til málamindar kallar mig í, atla eg ad bidja þig ad muna eptir vid tækifæri, sedil þenan sendi eg þér med nágrana mínum og

kuníngja Gudmundi Aarnasini á Þínghól sem fylgir módur sini til Reikjav, og filgir honum med bestu kvedjun og forlats bón til húsmódur þinar, vedmálspiatla Ostkringla sem eg átti sídan i firra og eg held ekki sé af vesta tæi eg ætla ekki ad eíga undir ostagerdini hiá konunum i sum= ar þvi hvurgi blæs birlega med miólkina, og svo litla smierkrukku ad hún getur ekki einu sini sint vorsmekkin ad smerinu, líka bid eg þenan G. ad taka hiá þér kvartilid þvi eg verd ad reina þar sem best géngur med ad fá flutníngin þvi eg á opt i mesta standi med han, þvi allir af þeim fáu sem hédan fara sudur þikjast hafa nóg á, svo lángan veg fréttirnar úr sveitini eru litlar og leidar þó lídur mér og mínum l.s.g. vel nema hvad sultur og bágindi mana á milli ángra alla sem han siá og heira enda þó þeir reini han ekki siálfir, eg hef leingi i vor verid svo slæm af gigt i miadmarlidnum ad eg hef ekki þolad ad sitja vid Rokkin min og eru þá mínir litlu gagns= munir lidnir undir lok, þad er slamt br.m.g. ad vid getum ekki dreygid okkur saman til ad horfast i augu sem grámiglur tvær þegar anad er búid

ad missa i fæturnar enn ad ad Rassin, eg vildi þú værir nú horfin til okkar um alþíngis tíman s0 þú værir ekki ad þreita þig til ad gera þeim gagn med skriptunum, ekkert hef eg enn þá frétt úr ferd Thorgr: hvurki af frændk. okkar eda ödrum nema hvad litla Thorfa vard vel borgid, og er eg ánægd med þad, forláttu flaustrid br.m.g. og skrifadu mér rækilega eins og þú ert vanur. vertu sæll, og kvaddur bestu óskum

af þinni ætid elsk: systir

S. Pálsdóttir

S: T: herra Studjósus P Pálsson á Reykjavik fylgir forsiglin skjóda og k00ka ma00 P P

Myndir:12