Nafn skrár: | SigPal-1865-06-24 |
Dagsetning: | A-1865-06-24 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab:st. 24 júni 1865 ástkiæri gódi br. minn! Eg gríp nú fyrstu ferdina sem eg næ i til R.v. ad þakka þín 2 kiærkomin og elskuleg tilskrif þad firra af 8 mai þad sídara af 28 kuníngja Gudmundi Aarnasini á Þínghól sem fylgir módur sini til Reikjav, og filgir honum med bestu kvedjun og forlats bón til húsmódur þinar, vedmálspiatla Ostkringla sem eg átti sídan i firra og eg held ekki sé af vesta tæi eg ætla ekki ad eíga undir ostagerdini hiá konunum i sum= ar þvi hvurgi blæs birlega med miólkina, og svo litla smierkrukku ad hún getur ekki einu sini sint vorsmekkin ad smerinu, líka bid eg þenan G. ad taka hiá þér kvartilid þvi eg verd ad reina þar sem best géngur med ad fá flutníngin þvi eg á opt i mesta standi med han, þvi allir af þeim fáu sem hédan fara sudur þikjast hafa nóg á, svo lángan veg fréttirnar úr sveitini eru litlar og leidar þó lídur mér og mínum l.s.g. vel nema hvad sultur og bágindi mana á milli ángra alla sem han siá og heira enda þó þeir reini han ekki siálfir, eg hef leingi i vor verid svo slæm af gigt i miadmarlidnum ad eg hef ekki þolad ad sitja vid Rokkin min og eru þá mínir litlu gagns= munir lidnir undir lok, þad er slamt br.m.g. ad vid getum ekki dreygid okkur saman til ad horfast i augu sem grámiglur tvær þegar anad er búid ad missa i fæturnar enn ad ad Rassin, eg vildi þú værir nú horfin til okkar um alþíngis tíman af þinni ætid elsk: systir S. Pálsdóttir S: T: herra Studjósus P Pálsson á Reykjavik fylgir forsiglin skjóda og k |