Nafn skrár:SigPal-1865-07-13
Dagsetning:A-1865-07-13
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Breidab.st. 13 júli 1865

Elsku besti br. minn!

þó eg hafi nú 2, eptir vanda kiærkomin tilskrif ad þakka þér þá ber nú svo brátt ad med bakka ferdina ad þad verdur stutt og gott ástarkvedju og bestu þakkir bid eg þig bera húsbændum þínum firir öll ósköpin i kvartilinu og blikk kassan sem hvurutvegja kom med bestu skilum líka þakka eg húsmódur þinni á þarfi firir tilbodid i bréfi þínu, sem eg atla ad geima mér þáng= ad til eitthvurt ágirndarkastid kém= ur i mig enn firir alla muni bid eg þaug ekki senda mér penínga firir kvartilid, mér líkar best þú geimir mér þá, þvi þeir verda mér einhvurnveigin svo driúgir ad grípa

til þeirra, sæmilega segist br. okkar um búskapin og fiármensk= una og er audséd ad þid 0l.K. 0eid= eigsson hafid midur, blessadur spurdu J. Sigurson eda konu hans vel og vand= lega um Töntu okkar hún skrifar mér ekkert og ekki veit eg somikid um hana hvurt hún vill frá mér bandenda vid priónana sína berdu þeim líka kiæra kvedju mína, líka bid eg þig leidbeina innlögdum sedlum til siskina okkar ekkert hefur St frændi ávarp= ad mig og ekkert hef eg af honum heirt nema þad sem þú hefur minst á hann ærin mikill gérist framakostnadur eptir þvi sem þú giskar á og forsiálla síndist mér firir hann ad hann hefdi þó féngid altiend ad borda hérna hiá okkur náúng= unum heldur enn géra sér sér þen= an ærin ferdakostnad enn kanské módir hans hafi lángad til ad

siá hann, þó hún i raunini hefdi heldur átt ad skipa honum ad reina ad innvina sér skildings virdi þeir lifa ekki á loptinu tómu þessir kallar forláttu hastin vid kvedjum þig öll óskum bestu

þín ætíd elsk systir

S. Pálsdottir

Myndir:12