Nafn skrár:SigPal-1865-09-19
Dagsetning:A-1865-09-19
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 8 ocbr_ skr 20 s.00 000 Mart00

Breidab.st. 19 Septbr. 1865

ástkiæri gódi br. minn!

hugurin var ekki nærri tilbúin med ad senda þér línu, enn kaupamadur hédan Olafur og áltnesíngur bídur mér ad koma sedli til þín og þó honum filgdi lítilrædi, svo mér þókti vant velbodnu ad neita, enn bótin er þú kanast vid þó hvururgt séu góda lægi og þurfir vel ad virda, vigtina á kvartilinu þarf eg aldrei ad skrifa hún er altaf eins i sama íláti 44 til 56 prísin veistu líka betur enn eg, enn líklegt er ad strídid hækki han ekki núna, eg ætla ad bidja þig ad hafa þolinmædi vid mig um rádstöfun á andvirdinu þvi sem af geingur skuld mini til þín, þvi þú getur nærri hvurt eg muni hrapa ad þeirri einu höndlununni sem eg hefi, eg sé þú kémst ekki hiá einhvurri þóknun til kuningja mina, þvi þeir vilja hafa eitthvad gott af þér líka

Nú fer eg fyrst ad þakka þér kiærlega tilskrifid med Sk. læknir hann drógst heim á Mánudagskvöldid mál= laus af bólgu i Túnguni og Tungurótum Sunudægin hafdi hann legid i Hr.gerdi og eirn dag var han rúm= fastur heima nú hef eg heirt ad hann væri ad mestu eda öllu jáfngódur, eg var búin ad heira af sunnan ferdafólkinu allar trúlofanirnar sem þú skrifar og spurdi eg S. Melsted hvurt þú værir ekki i töluni, hann sagdi þú mundir láta duga árid ad tarnad trú= lofa þig gömlum bókaskruddum, eg reiddist gátuni sem þú eignar ser Þorl: hún amma okkar kéndi okkur hana og sagdi orta af módur sinni ásamt ödru fleira sem hún kéndi okkur eptir hana, bendíngin um Siggu litlu var mér ónóg sem von var eins og á stendur, Þ. syslum hefur svikid skildu sína og loford vid mig, ad til= kina syslum okkar sem yfir fiárráda eda fiarhagbarnsins svo hann segist þeigja á medan og ekkert vita af barn= inu, og segir þar hiá ad Þ. hefdi átt ad skrifa amt= inu ad setja barninu fiárhaldsmán þegar fadir= in var burt úr syslu hans, og hefdi amtid þá kanské einsvel sett barninu fiárhalds man hér i syslu þar sem barnid var eins og födurin, arfur henar eptir módirina var 500 dalir og voru systurnar bád= ar seinast þegar eg vissi búnar ad fá vaxtabréf til samans uppá 1000 dali, enn hvad nú á ad bætast vid

þær eptir bródir þeirra veit eg ekki og mun Þ. eiga ad skipta eptir han, öllum mínum áhiggum i þessu máli tel eg nú borgid ef þú nædir i þ. sem ekki eru adrar enn þær ad tína saman eigur barnsins og bæta vid svo vextirnir digdu heni til framfæris til ad lofa hana úr vist hiá födurnum eda nokkurra afskipta eda medgiafar hans, þegar mig þriti, um hitt sem eg drep á held eg vid hugsum líkt og ekki anad enn málsháttin gamla, ad fátt sé kyrru betra, alt og lítid i fréttum vinnumadur i háamúla skaut sig á Sunudagsmorg= unin var, og vissi eingin orsök til, enn nokkur ár kvu han hafa verid nokkud þúnglindur, og stundum fálát= ur, vid bissukrassan hafdi hann bundid sedil og skrif= ad á, gudi ad medtaka sál sína, og prestinum ad grafa sig i kirkjugardi, ekki er sá sídari enn ordin vid bón hans, Mánudægin eptir druknadi fátækur fiöl= skildumadur undir fiöllunum Símon nokkur á Rofunum, ótídin og rígníngarn þvínga mann og sképnur 2 kaupa= menn sem hér hafa verid i sumar sitja nú vedurtep= ir anar med 18 t smérs enn hin 19, aldrei kémur þú samt ad reina ad vina þér fyrir smérbita, er þad satt ad þíngid hafi skipt um nafn og kallist nú Alþing skírnarfödurin hef eg ekki heirt nefndan enn öllum þikir nafnid vel tilfallid sem dálítid frétta af kvedjum Alþíngismana, skólapiltar held eg sinni nú hvadan han er á, og hefdi

þeim verid nær ad reina ad koma sér firir á nálægri sveitum þó kaupgaldid hefdi ekki verid mikid, eg hefdi reint ad hugsa St firir samastad hefdi han leitad þess, og ad prióna endanvid sokkin hans, enn ferda= kostnadin sinn held eg han hefdi getad unid upp i vetur ef hann fær aungvan part úr ölmussu þér þikir víst nóg komid af svo gódu virtu vel br.m.g. og lestu i málid, berdu ástarkvedju mína og lifdu ætíd vel og heilsugódur mig lángar altaf mest til þess þegar eg er bærileg siálf, og mitt mesta mein ad vita þig altaf kramin

þín ætíd elsk. systir

S. Pálsdóttir

blessadur seigdu nógu ilt af Stórahrauns sölunni

Myndir:12