Nafn skrár: | SigPal-1865-09-19 |
Dagsetning: | A-1865-09-19 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. 19 Septbr. 1865 ástkiæri gódi br. minn! hugurin var ekki nærri tilbúin med ad senda þér línu, enn kaupamadur hédan Olafur og áltnesíngur bídur mér ad koma sedli til þín og þó honum filgdi lítilrædi, svo mér þókti vant velbodnu ad neita, enn bótin er þú kanast vid þó hvururgt séu góda lægi og þurfir vel ad virda, vigtina á kvartilinu þarf eg aldrei ad skrifa hún er altaf eins i sama íláti Nú fer eg fyrst ad þakka þér kiærlega tilskrifid med Sk. læknir hann drógst heim á Mánudagskvöldid mál= laus af bólgu i Túnguni og Tungurótum Sunudægin hafdi hann legid i Hr.gerdi og eirn dag var han rúm= fastur heima nú hef eg heirt ad hann væri ad mestu eda öllu jáfngódur, eg var búin ad heira af sunnan ferdafólkinu allar trúlofanirnar sem þú skrifar og spurdi eg S. Melsted hvurt þú værir ekki i töluni, hann sagdi þú mundir láta duga árid ad tarnad trú= lofa þig gömlum bókaskruddum, eg reiddist gátuni sem þú eignar s þær eptir bródir þeirra veit eg ekki og mun Þ. eiga ad skipta eptir han, öllum mínum áhiggum i þessu máli tel eg nú borgid ef þú nædir i þ. sem ekki eru adrar enn þær ad tína saman eigur barnsins og bæta vid svo vextirnir digdu heni til framfæris til ad lofa hana úr vist hiá födurnum eda nokkurra afskipta eda medgiafar hans, þegar mig þriti, um hitt sem eg drep á held eg vid hugsum líkt og ekki anad enn málsháttin gamla, ad fátt sé kyrru betra, þeim verid nær ad reina ad koma sér firir á nálægri sveitum þó kaupgaldid hefdi ekki verid mikid, eg hefdi reint ad hugsa St firir samastad hefdi han leitad þess, og ad prióna endanvid sokkin hans, enn ferda= kostnadin sinn held eg han hefdi getad unid upp i vetur ef hann fær aungvan part úr ölmussu þér þikir víst nóg komid af svo gódu virtu vel br.m.g. og lestu i málid, berdu ástarkvedju mína og lifdu ætíd vel og heilsugódur mig lángar altaf mest til þess þegar eg er bærileg siálf, og mitt mesta mein ad vita þig altaf kramin þín ætíd elsk. systir S. Pálsdóttir |