Nafn skrár:SigPal-1865-10-18
Dagsetning:A-1865-10-18
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

0000. 7 Nov sv. 8

Br.b.st. 18 Octb 1865

hiartkiæri br. minn!

Eg ætladi br.m.g. i mesta nædi og rósemi eins og vant var ad þakka góda bréfid þitt af 8 Oct og masa vid þig mart ad gamni mínu. _ enn nú er ödru máli ad gegna fyrir mér, ad tilkinna þér þad fliót= asta ad eg get lát Mansins míns hann burtkalladist úr þessum heimi á mánudagsmorgunin kl.8 þan 16 þ.m. hann háttadi á Laug= ardagskvöldid alfrískur enn vaknadi kl 12 vid magaverk og lítin bakverk og klæddi sig og fór út svo hliótt ad eg vaknadi ekki firr enn han kom aptur enn hafd= i verid vist hálfan tíma úti, svaf svo lítid þad eptir var nætur klæddi sig á sunnudagsmorg=

uninn hálfeigis svegtur af svefnleisinu og rakadi sig og var á fótum nókkurn tíma lagdist svo upp i rúmid sitt i fötunum til ad sofna lág svo um dægin lítid þiádur enn nærdist aungvu háttadi um kvöldid og svaf til kl 4 vaknadi þá vid sárindi í hálsinum og þreingsli um and= rum og hugsadi yrdi kverkamein og reindi heita gufu enn þá fanst honum stínga fyrir brióst= inu klæddi sig samt kl 6 og gekk studníngs laust ofani Stofu hvar um han var búid á soffa kl eitt korter til 8 kom litla Sigga inn þá vard hann svo gladur ad bros liek á andlitinu og sagdi kondur blessud giæskan mín nú get eg ekki kist þig hún klappadi og kisti á honum

hendina sosem 11 mínútum ádur enn han dó sagdi han vid mig sem ein var ini nú atlar þad ad fara ad þingja, þá kalladi eg á fleiri inn enn sókti Camfurudropa ad gefa honum og þeir runu nidur svo stód han upp og gekk milli stóla og eptir fáein augnablik hnie nidur höfidid þegar lídin var burt öndin gódum gudi veri lof firir hans stutta stríd og hæg= a andlát, eg er frisk á bágt med svefn svo rænulaus og ónít ad þú trúir þvi valla, ádur hafdi eg ómaga og födurlaus börn enn nú er eg siálf ómægi og ónít og þad finst mér ekki heldur svo léttbært og vest ad þú ert nú ordin ónítur líka enn nú þartu þó ad hiálpa mér eins og firri, eg hef ekki vit á hvurs eg á ad spurja þig eda

hvurs eg á ad bidja þig enn ráda legdu mér samt eg leita ykkar húsbonda þins ráda helst allra manna þvi þaug hafa dreigid mig driúgast búid er ad senda til beggja stiúpsona mina hvurt sem þeir koma til ad rádstafa nokkud útför födurs síns syslumadur okkar var hér í giærdag ad forsigla púlt mansins míns sal: mikils þókti þar vid þurfa, ekki lángar mig til ad stela, enn þad er er verra ad eg vil ekki láta stela frá mér, dætur mínar eru minn eini stirkur af mönnunum til lestu i málid og vertu sæll og vertu friskur berdu ástar kvedju husbænd þinum

fra þini elsk systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12