Nafn skrár:SigPal-1866-01-06
Dagsetning:A-1866-01-06
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Breidab.st. 6. Jan 1866

hiartkiæri gódi br minn!

þó höndin sé máttlítil, enn hugur= inn sliór atla eg ad láta vera firsta verkid mitt ad heilsa upp á þig, og þakka þér 2 kiærkomin tilskrif þad firra á allrah. messu enn hitt 6. Decb, æfi sagan mín er þad sídan eg skrifadi þér seinast ad eg er búin ad liggja rúmföst i 8 vikur, fyrsta hálfa mán= udin þingsla sótt sem greip mig hastarlega og þúngt 3iu vikuna fór ad grafa undir síduni og fyrir bring= spölunum og gérdi þar út á sínum vanalega stad og sídan hefur út_ gángurin verid svo svæsin ad eg hef legid vinnulaus i rúminu og ligg enn, þó þíáníngarlitil seinustu 3 vikurnar hvad lángt sem nú er eptir af þessum leidínda tíma

29 Decb eígnadist G dottir m, dóttir og var hún skírd i dag Sophía og eru þær bádar mædgur frískar slakt getur þú til br.m. ad prófastur mæti fyrir mína hönd vid skiptin, brædurnir ofgérdu honum svo vid uppskript ina ad hann sór vid sín gráu hár ad koma þar ekki framar ad, öllum þikir þessi uppskript og skipti koma svo illa saman vid þá firri, þegar tept þ00 til ser St. i 00id med öllum kotunum nema götu, lambhægi, og oll Hlídarendatorfan i makaskipt= um fyrir Efriholtatorfuna sem þikir næsta mögur, og tuttugu og fjögur= hundrud dalir gefnir brædrunum 3ur i Stórólfsh eigníni svo eingin vill koma nærri skiptunum fyrir mína hönd heldur en 0köttu ein nrri siö stiörnuni, heirt hef eg ad ser Sæm: sé búin ad géra firirspurn hvurt eg eigi ekki ad missa tófta partin af

Hrg. braudinu enn hann þikir mér mikid slæmt ad missa, og er þad ekki einúngis af ágirnd minni, heldur af strídi vid ágirnd hans ad láta hann úti, þú munt eingin rád siá til ad eg missi ekki þetta, lingerd held eg verdi á búskapnum enda er ekki séd ad eg hafi svo mikid ad líta á, enn ekki er unid fyrir sér graptrarútgángurin med fleiru hamlar þvi, forláttu mér br. m g þenan sedil sem allur er hlaupin á hundavadi berdu ástar kvedju mína húsbændum þínum gud forsæli ykkur öllum ny= birjada árid, og öll æfi ár,

þín ætíd elsk systir

S. Pálsdóttir

Ragn. mín var hér i dag glöd og frisk þó hun hafi mikid ad géra þaug hiónin og hérna bidja astsam lega ad heilsa þér

Myndir:12