Nafn skrár: | SigPal-1866-02-06 |
Dagsetning: | A-1866-02-06 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. 6 Febr 1866 ástkiæri gódi br. minn! Eg tek nú svona lítid blad ad skrifa þér á, þvi þad er svo stutt æfisaga mín sídan eg var ad eimslast vid ad skrifa þér um hann gladdi mig samt eins og alt frá þinni hendi br m g og lét i liósi um= higgju þína fyrir mér sem eg hef þekt léngi, mikid er sárt ad heira þessa vidvarandi vesæld þína, og mætti skipta jafnara milli okkar ef þú ert altaf ad rirna enn eg ad fitna eg er næstum ordin eins feit, og ádur enn eg veiktist i haust og held eg þad sé mest ad þakka nymiólkur= bolla sem eg drekk á hvurju máli enn midur fer fram kröptunum og eru þeir þó i nokkurri framför, þú verdur endilega ad finna upp á einhvurju ad fita þig og stirkja mig minnir þú siert frá bitin ny= miólkini enda er lítid hiá ykkur kúabúid, og held eg þú meigir nú reina i hennar stad ad brúka gott hrálisi þvi þad er til svo margra hluta nitsamlegt atla þad gæti ekki stirkt þig eins og börnin nú má eg basla ein med Siggu mini ef eg hef svo mikin afgáng frá þvi sem eg þarf ad leggja med siálfri mér, þad er nú ínnistandandi hiá födur henar hundrad og tuttugu dalir sem er renta af módurarfi henar hvurt sem nokkud hefur bæst vid eptir bródur hennar, eg uni þvi illa ad siá hvurki lódsedil henar, eda renturnar þvi óvíst er þær séu betur geimdar enn hiá mér, eg veit þú hiálpar mér med rád ef þaug eru til, líkast til verd eg ekki first til ad segja þér lát frúarinar i Vatnsdal sem ad bar eptir stutta og hæga legu 18 Jan hún var grafin 31 Jan. s af þini ætíd elsk: systir S. Pálsdóttir garn ad væri sem fyrst ad siá línu frá þér |