Nafn skrár: | SigPal-1866-06-26 |
Dagsetning: | A-1866-06-26 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab st 26 Júni 1866 hiartkiæri gódi br. minn! Nú hef eg 3 elskuleg og kiær komin tilskrif ad þakka þér og þvi kiærara og innilegra þakklæti ásamt ástar kvedju mini bid eg þig skila til húsbænda þinna fyrir öll ósköpin i kvart= ilinu og blikk kassan sem kom ser ekki sídur vel þó lítill sé nú ordin búskapurin og ætti ad vera ad þvi skapi mini eidslan, mun alt vinst upp hiá mér, nema hrisgriónin held eg eigi meiri enn hvad búskapurin verdur lángur. _ 3 um núna med sképnuhöldin og bú= skapin yfir höfud, gott þiki mér ad þú hefur mig med þér i arfaskipt= unum eptir födursystir okkar þó þad muni ekki draga okkur léngra á götu enn adrir fiármunir afa okkar og gilda einu hvurju meigin hriggar þad liggur, aldrei trúi eg þþvi ad Þ. systir sé svo vitlaus ad skreppa hingad listireisu enn P. mági van= treisti eg ekki um higgileg fyrir= tæki, siálf sagt er ad St frændi kemur híngad þad er ad segja ef hann vill vina fyrir þvi sem hann jetur og gérir sér ekki þá skömm ad gefa med sér um há= sláttin, ekki hef eg gert rádstöfun fyrir hesti handa honum þvi eg hugsadi kanskie þeir sem hafa hesta fiölda kinnu ad kippa hon= um upp til ad minda Holtsbrædur létta regnúlpu sem þægilegt væri ad slá i væri honum gott ad útvega sér, þvi ekki er vert ad setjast inn í skúrini þvi þá bitur best á, þetta ásamt kvedju minni og þakklæti fyrir tilskrifid bid eg þig géra svo vel og segja St frá mér, þikir þér þad ekki þær væru þarna utan vid bæin enn skildu samt fá þig til ad álíta hvurt þetta væri mögulegt þvi þú mundir vera heldur hignari enn eg, enn hvad sem þessu spaugi lídur öllusaman þá bid eg þig bera þeim kiæra kvedju mína ef þú sier þær, Nú er logsins komid ad fráfæru og verid ad búa út i selid kyr farnar ad grædast enn mióar eru samt skökurnar enn þá, blessadur reindu einhvurn= tíma ad tala máli okkar Siggu litlu, og láttu ekki undan borg= firsku fillisvínunum þakka þér br.m.g. firir hugsunarsemi þína med ad hafa bladid til sem þú sendir mér eg mundi ekki eptir neinu sem á þvi var, forláttu línur þessar, og vertu ástsamlegast kvaddur af mér og mínum óskum als góds og gódrar heilsu þín ætíd elsk systir Sigr. Pálsdóttir |