Nafn skrár:SigPal-1866-07-05
Dagsetning:A-1866-07-05
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 10 Juli 66

Breidab st 5 Júli 1866

ástkiæri gódi br. minn!

Fyrirgefdu mér ad eg get nú ekki skrifad þér þvi eg var ad képpast vid annad ad géra._ eg sendi nú kvartilsbaukin og ofurlitla vadmálspiötlu eg bid húsmódur þína ad for= láta mér þad, eg vildi helst ad hún brúkadi úr kvartilinu medan er ad þvi nyabragd= id nú atla eg ad nota mér þad sem þú sagdir mér frá henni i fyrra ad eg mætti bidja þig einhvurs og þú ans= adir nú hún mundi lána mér helst ef eg hefdi von um ad filla baukin þessi stóra enn

þó óþarfa bón er ad útvega mér fallegt svart sylki= sial og helst ofurlítid brúk= ad þvi þad feldi þad i verdi svoleidis hef eg féngid eitt á 10 dali og var þó bædi stórt og fallegt og sídur vildi eg þetta mikid dyrara ekkert liggur mér á þessu þvi eg vil bída eptir gódu tæki= færi ad kanskie einhvur vildi selja utanlands eda innan fyrirgefdu flaust= rid og kvabbid

þinni ætíd elsk. systir

Sigr. Pálsdóttir

berdu ástarkvedju mína húsbændum þínum

S.T. Herra Stúdent P. Pálsson Reikjavík fylgir kvartil og bréfsböggull

Myndir:12