Nafn skrár:AsgFri-1879-04-17
Dagsetning:A-1879-04-17
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Garði 17, April 1879 meðtekið 20/4 79.Þverá

place="supralinear">Þverá

Þunnrang

Elsku bróðir!!

Hjartann lega þakka jeg þjer alt bróður lekt mjer auðsint án allrar minnar verðskuldunar. Mjer er svo mikið farið að leiðast eptir að sjá brjef frá þjer að jeg ræðst í að

klóra þjer þessar línur þó aungvar sjeu frjettri að seiga þvi jeg setti þær allar í seinasta brjef mitt, sem jeg er nú hræddur

um að þú hafir aldrei feingið fist þú ert ekki búinn að svara þri, af þvi að það er svo lángt siðann jeg skrifaði

það og sendi það inn á Akureyri og L Jenssen og var leiðinn fyrir það, þar (innlögð)

innaní var ein króna og óskup af frjettum; Nú þóri jeg ekki að senda neitt með þessum míða þvi jeg veit ekki hvur það kemur

nokkur tima til skila Þennan miða skrifa jeg einungis til að biðja þig þig

að skrifa mjer og láta mig vita hvurt þú hefur feingið þetta firrnemda brjef.

Mig lángaði oskup til að finna þig um hátíðina en jeg fjekk það ekki þó jeg geri ???? Allir eru hjer heilbregðir á bæonum og Þ sistir er einlæk

að stirkjast að kröptum og heilsu þverk Snjólög í Dali ól barn 1þ.m. og var það skirt á

páskadægin og heitir Gisli. Ekki fór Friðrik í legur. Núna er komin nokkur jörð en kuldarnir eru nú miklir svo ekki notast hún eins vel og skildi þvi magir eru ornir

heytæpir. Ekki veit eg enn hvert Bjarni fer til Amiriku eða ekki, en Ásvadur fer vist. Nú eru allar frjettir bunar sem

(sem þó eru aungva)r jeg til man og verð eg svo að slá botin í þennan vesæla míða með forlats bæn um hvað hann er ljótur illa skrifaður og í einu orði hvað hann er

ótullkomin merkilegur Síðann bið jeg almattugan Guð að annast þig alla tima og gefa þjer nað og blessun sina bæði

hjer og annars heims það mælir af hjarta og túngu þinn

einlægur en ónitur bróðir

Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson

P.S. Allir biðja að heilsa þjer og Friða bað mig að tilnefna sig Amen Húrra seigir sami

Tryggvi

S.T.

Úngurmaður. Einar Friðgeirsson

á/ Syðri-Reistará

Myndir:12