Nafn skrár:SigPal-1866-07-16
Dagsetning:A-1866-07-16
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 25 _ 30 juli 8 aug. send svar00 og b000s til b00a0.

Breidab. st. 16 Júli 1866

hiartkiæri gódi br. minn!

Lítid get eg nú bætt úr sedlinum sem eg sendi þér med kvartilinu þó eg birje á ny, enda hef eg aungva linu ad þakka þér núna med ferdafólki og sakna eg þess, lítid hefur borid til tídinda sídan nema Stebbi frændi kom med heilu og höldnu fyrir rúmri viku, og kann vel vid sig, og géri eg mér þó ekki ómak fyrir ad halda hann vel eda gestaleg med veitíngar, eg trod hann út á skiri og annari kraptfædu svo hann er farin ad fitna vinu hef eg féngid handa honum svo sem mán= adartíma hiá kuníngja mínum Magnúsi i Vatnsdal hann er sannsinn lagvirkur og gódur= húsbóndi, ef Stebbi vildi lesa seirni partin i sumar þá atlast eg til ad hann verdi hiá mér, Illa þikir mér hann vera staddur

med fatnadin hann kom med tvenna sokka= garma sem ekki voru nema leggirnir og tvenn nærföt rifin og lítt nit og berhentur eg hef ótrú á þiónustu hans enda mun madurin ekki vera eptir lífs eda eptirgángs samur, eg er nú i vandrædum med þetta þvi hvurki veit eg hvurt hann á nokkur föt eptir fyrir sunnan eda hvad módir hans muni senda honum i hust enn eg vildi bæta úr einhvur_ ju firir honum med fatnad ef honum lægi á ekki veit eg heldur hvurt eg mætti útvega honum þiónustu til vetrarins sem eg tridi fyrir görmum hans þvi þad mun fiárhalds= madur hans hafa afskipti af eins og annari umsión, Stefanía skrapp austur til okkar, hér, var hún eina nótt og á M.h. adra hún vard samferda Flóaveitslufólkinu ad Vatnsd: mér þókti hálfskrítid ad madurin skildi ekki koma med henni og semja vi mig um tekjurn= ar þvi mér er nú farid ad léngja eptir þvi, svo eg held eg megi siá eptir ad þú lest ekki fyrir= spurnina mína falla i amtid i vetur og held eg þú verdir ad koma málum á um þad fyrir mig

þad getur skéd ad ser Sæm atli ad vita hvurn= in Kirkjubæar málid liktar ádur enn hann lætur mikid af hendi vid mig, þetta mun ekkert hafa komid til tals á milli ykkar, gótt þækti mér ad fá sem fyrst einhvurja vísbendíng um þetta efni þvi eg vil nú fara ad ferda mig ad ser Sæm. híngad til hef eg látid hann ómakslausann eg sit nú og góds bid med skiptin og kvídi eingu þó bist eg vid þaug verdi eitthvad söguleg, og vona ad geta sint þad ad þér i næsta sinni, eg er nú búin ad ná minni vanalega vesælu heilsu og vildi mætti dálítid halda henni í sumar svo eg gæti dittad ad görmum Stebba míns, þid húsmódir þín megid ómögulega reidast mér fyrir kvabbi ás0alinu eg er ekkert brádlát med þad, aldrei þessu vön vissi eg nú hvad kvartilid var þúngt nefnl: 54 lb þar af var tvied 20, ekki fór eg i veitsluna þeira Magn. og Gunu ad Vatnsd. þvi eg hugsadi ad ekki hefdi verid hentugt hefdi 10a part ad standa upp frá mér eins og henni Þorbiörgu digru þegar hún kom i höllina, þar sem var hátt á annad hundrad mans, eg er svo kát yfir ad þú siert med frískasta móti núna, sumir segja mér ad þú hafir ekki verid heima, og adrir ad þú hafir lítid frísklega út. _ vertu nú blessadur og sæll br.m.g. berdu húsbændum þínum ástarkvedju frá þinni sannelskandi systir

Sigr. Pálsdóttir

S.T. Herra Student Páll Pálsson Reykjavik

Myndir:12