Nafn skrár:SigPal-1866-09-10
Dagsetning:A-1866-09-10
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv sv 17 Sepb. sendur aptur boss0nn med peisu i frá 00b m. 00 og 1700 00 fyrra send 50 s00000 1866.

Breidab.st. 10 Septb. 1866

ástkiæri gódi br. minn!

I giærdag kom til mín piltur Jón ad nafni sonur gamla Gudmundar sem léngi bió i lam= bhaga og hefur vist búid þar þegar þú varst i Odda og baud mér ad taka bréf og ef eg vildi sendíngu sudur, þad gladdi mig ad geta svo bratt þakkad góda og kiærkomna brefid þitt af 28 Agúst og líka hitt ad selja honum 6 fiórd. smiörs firir 28 sk. lb svo eg hef féngid af einu kotinu undir fiöllunum 30 dali þad mun lika vera med þeim skástu, eg sendi med línum þessum dálítin kassa med 2 ostkringlum bádum göll= udum þó atla eg húsmódur þinni þann stærri og misu= osta kringlurnar allar ef hún vill, enn þann mini atla eg ad bidja þig ad láta berast til litlu Siggu Pétursdóttir ef þú getur ekki eda vilt brúka hann neitt i mínar þarfir, húsbónda þínum þakka eg svo innilega fyrir þad ad hann reidist ekki kvabbi mínu heldur bidur mér hvad eg vilje hafa fyrir kvartilid og vildi eg þá helst þad væri geimt hiá ödrum hvurjum ykkar þáng= ad

til eitthvurt ágirndar kastid dettur i mig, annars væri þvi best varid fyrir sialid þvi eg giska á ad annar hvur ykkar hafi borgad þad, aldrei hefur mér fundist daudin vera vinveittur eda hlífdarsamur vid mig firr enn núna þegar hann fór i vitlausa endan á okkur siskinunum og tók þad íngsta fyrst, vesalíngs Siggr: hefur likast til þurt hvild, hans líf var opt einhvur þreitandi hríng= idá kanske best seinast, svo hann hafi féngid ad degja i ró, Biarni sonur hans hef eg heirt ad strags hafi farid til Þ. systir P. mágur hafdi g heirt ad hafi ferdast i sumar til Grafarós med kaupmani af Eskjufirdi ad nafni Ander= sen og féngid 100 dali fyrir túrin, enn hvad hann hefur kastad til ferdarinar af hestum og fleiru hef eg ekki heirt, enn mér þikir mesta froda ad hann mátti missa sig frá slættinum þvi vídslagt er á Hallf.st. ef mig minir rétt til, annars mun St. frændi búa ad áhuga og ydni stiúpa sins vid sláttin, þvi þad er audséd ad honum hefur aldrei verid gérd sú vinna ad skildu eda þörf og er eg hlessa á þvi, þvi mig minnir eptir ödrum uppeldis= máta þegar vid vorum únglíngar á Hallf.st. 3 vikur hékk St. vid sláttin þá firstu i V.dal þar leiddist honum svo mikid ad hann var þar ekki léngur svo var hann hér hálfan mánud vid heyskap þá gerdist hann fykyd= ar madur min ad M.h. Odda og Selalk. vorum vid nærri viku i ferdini sídan hefur hann optar i verid med bækur sínar og skrifad af einhvurn piesa sem Helgason semdi honum

og hann áleit sér þarflegan, mier sínist hann meira hneigdur fyrir bókina enn vinuna og er þad nú kanské af þvi ad eg er óvanari ad siá um þá vinu eg hef verid ósköp straung vid auminga Stebba i sumar enn han alt borid med þögn og þolinmædi þvi hann er bædi meinlaus og stiltur enn hugsun ar laus og barnlegur, lítid hef eg bætt úr nægt hans þó fer hann med 3 skirtur nyar, 2 úr vad= máli, 1 úr fínu lérepti, nya vadmáls treyu, og 5 pör sokka, hatt, og vetlínga 5 flibba og þrenna ledurskó, þetta læt eg honum duga þángad til hann skrifar mér hvad hann fær ad austan óníta garma skilur hann eptir 2 vadm skirtur treyu og bugsnagarma, ekki atla eg ad fást um þión= ustuskiptin fyrir St. first eg gat ekki talad um þad vid Helgesen þvi eg veit hann gerir sitt besta vid St i þvi sem ödru, nú á hann ekki eptir nema viku i vistini hiá mér þvi hann atlar ad vera ölofsnætur= nar hiá frænkonu sini i Hr.g. hún bad hann ad vera eina viku hiá sér i sumar enn þad er mér ad kenna ad hann fór ekki firri, enn i firralægi alfarin, aungvann skildíng gef eg St. nema rétt i ferju= tollin, hann kom med 0sk híngad og tíndi þeim sagdi samt á Helgesen hefdi fengid sér hefdi fengid sér hálfan dal til ferdavinu i og hefdi hann farid i fylgdarkaup og ferjutolla, aungvar man eg

fréttirnar heldur enn vant er, enda ber lítid til tíd= inda slátturin er vídast á förum og hefur verid sá hag= stædasti mírar i gódu medallægi enn valllendi mik= id illa sprottid, heilsufar mana gott, og mitt líka enn þá, 3 börn hiónana á Olafsvöllum dóu úr barna veikini þad 4a var sent heilbrigt til Omu sinnar á Selalæk enn strags sem þad kom veiktist Sigga litla med brióst= þínslum og sogi, læknirin reindi alt sem honum datt i hug, og seinast slóg þvi út i stórt kíli undir kiálkabord= inu sem hann er nybúin ad skéra, og hefur heldur von um hún lifni, virtu vel lánglokuna þá arna br.m.g berdu ástar kvedju mína húsbændum þínum, og lifdu heill og sæll þess óskum vid allir náungar þínir

þín ætíd elsk. systir

Sigr. Pálsdóttir

Myndir:12