Nafn skrár:SigPal-1866-09-15
Dagsetning:A-1866-09-15
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 19 Sep0 send. P.P hugv. 1-48 2 sardinudosir 88

Breidab.st. 15 Septbr 1866

hiartkiæri br. minn!

Nú lídur ekki lángt á milli þess eg heilsa upp á þig br.m.g. og geldur þú nú fatabögguls St. med þad i þetta sinn, þvi eg gat ekki verid ad skrifa Helgasen ad veita honum móttöku og geimslu þángad til St kémur og bid eg þeg annad= hvurt um geimsluna eda senda böggulin til H: líka bid eg þig géra svo vel og selja mér og senda Peturs hugvekjur frá veturnóttum til lángaf: þvi eg gaf mínar og þarf ad fá i skardid hvar er mér best ad leggja inn i Reika landskuld af Götu i Selvogi: eg ætla ad reina ad koma mér svo vel vid landseta minn þar ad hann flytje fyrir mig landsko sína sem er 3 nættir af hördum silki til R.v. enn hann hefur flutt ádur i hafnarfiörd til l0v0niens eda Einar 0. enn þar á eg inni fyrir utan lánid rúma 200 dali og vildi eg eida þvi fyrst ád. ur enn eg bæti þar miklu vid, enda er þar ekki takandi út, þad sem madur þarf smáveigis

fyrir dyrleika, enn peníngar ófáanlegir annars heiri eg margan spá misjafnlega fyrir þeirri höndlun, og bíst eg vid ad verda med þeim fyrstu sem tapa sínu, vertu br.m.g. ásamt húsb. þínum kvaddur áskum als góds

af þinni ætíd elsk. systir

Sigr. Pálsdóttir

Elskulegi br. minn eg verd ad bidja þig um alt út vegadu mér einar ed tvennar sardínudósir þín S.P

S.T. herra studiosus Páll Pálsson í Reykjavík

fylgir forsigladur lérefts böggull

Myndir:12