Nafn skrár:SigPal-1866-11-22
Dagsetning:A-1866-11-22
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

afrit

samkvæmt allra hædstum úrskurdi 1ta Mai 1856 og úrskurdi hinna haú stiptsyfirvalda 3 Jan þetta ár taldi jeg vist ad mjer bæri 1/12 af vissum tekjum Hraungerdis prestakalls frá næstlidnum fardögum ad reikna sem ekkju eptir prestinn sjera S G Thorarin= sen, án þess þad kæmi til álita ad hann hefdi gefid braudid upp en ekki dáid sem þjónandi prestur i prestakallinu, eda þad, hvurnig ástædur mínar voru ad ödruleiti En þar ed presturin sjera Sæmundur Jónson sem nú þjónar tjedu prestakalli ljet mig ekki ad heldur med einu ordi vita hvad hann atladist fyrir med eptir= laun min leitadi jeg upp lysíngar hiá honum um þad i brjefi d.s. 24 Sept þ.á. sem hann svaradi med brjefi d.s. 2 þ s.m: og fylgja bædi brjefin hjer med i afriti._ af þvi jef get en ekki sjed ad þetta svar sje annad en full undanfærsla veit jeg ekki hvurt jeg á ad snúa mjer, einkum þared Hraungerdis prestakall liggur i ödru prófastsdæmi en jeg á heimili í, nema beinlínis til hinna háu stigta yfirvalda sem jeg hjer med andm. legast vil bidja ad veita sitt góda fulltíngi til ad þetta ágreiníngs mál milli mín og prestsins sjera S.J. á H fái sem first endileg úrslit, annad hvurt med allr0= hæstum konúngs úrskurdi hædstar réttardómi med gef= ins málsfærslu, eda hvurjum þeim hætti, er hin háu stipst yfirvöld sæu kostnadar og umsvifa minstan fyrir mig ólögfróda og lasburda ekkju

undirgefnast

S.P.

Br.b.st. 22 Nov 1866

Myndir:1